Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426237455.46

    Lærdómsöld til fullveldis
    ÍSLE3LF05
    87
    íslenska
    bókmenntasaga 1550-1900, lærdómsöld, raunsæi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað verður um bókmenntasögu frá 1550 til 1900. Lesnir verða fjölbreyttir textar. Nemendur túlka þá og setja í samhengi við eigin reynslu og skoðanir. Hugtök í beyginga- og setningafræði dýpkuð og nemendur þjálfast í beitingu þeirra. Einnig þjálfast nemendur í samræðum um álitamál. Farið verður dýpra í heimildavinnu, heimildarýni og meðferð tilvitnana. Nemendur ná betri tökum að setja upp ritgerðir og ganga frá texta.
    10 einingar á hæfniþrepi 2
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum varðandi sögu (tíma, sögusviði, boðskap o.fl.), ljóðstíl (myndmáli og stílbrögðum) og bragfræði
    • helstu stefnum og straumum frá 1550-1900
    • helstu hugtökum málfræði og setningafræði
    • gildi rannsóknarspurningar
    • heimildavinnu og úrvinnslu tilvitnana
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreytta texta; svo sem fræðitexta, skáldsögu og ljóð
    • beita bókmenntahugtökum
    • tengja texta við ákveðin tímabil
    • beita hugtökum í málfræði til að móta eigin stíl
    • nota mismunandi málsnið
    • eiga samræður um álitamál
    • flytja erindi á áheyrilegan hátt
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda (heimildarýni)
    • tengja tilvitnanir eigin umfjöllun og leggja út af þeim
    • setja upp ritgerðir og ganga frá texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka dýpri merkingu texta og fært rök fyrir máli sínu
    • taka þátt í fordómalausum skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og taka á mótrökum í ræðu og riti og bregðast við athugasemdum um eigin verk
    • skrifa margskonar texta með mismunandi málsniði á blæbrigðaríkan hátt og fylgja rithefðum
    • vera skapandi í skrifum sínum
    • meta og nota frumheimildir á viðurkenndan hátt
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn