Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426247018.69

    Útsending af vettvangi
    KVMG3ÚV05
    7
    kvikmyndagerð
    Útsending af vettvangi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur kynnast raunverkefnum á vettvangi. Nemendur þjálfast í að vinna í krefjandi kringumstæðum í samvinnu við aðila utan skólans. Verkefni eru breytileg og margvísleg; upptökur/útsendingar frá tónleikum, leikhúsverkum, íþróttaviðburðum og/eða öðrum verkefnum sem henta eða standa til boða. Nemendur læra að halda verkefnabók og skila tíma- og vinnuskýrslum.
    KVMG2FK05, KVMG2HE05, LJÓR2LM05, VEFH1GR05 (KVI2A05, KVI2B05, LJÓ2A05, VEF1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samstarfi við utanaðkomandi aðila.
    • ábyrgð og skuldbindingum sem fylgir samvinnu.
    • mikilvægi sveigjanlegs vinnutíma á vettvangi.
    • undirbúningi á krefjandi upptökum og útsendingum.
    • skipulagningu á stórum og flóknum verkefnum.
    • vinnu við upptökur og beinar útsendingar á vettvangi.
    • skráningu á eigin vinnuframlagi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hafa samskipti við aðila utan skóla.
    • skipuleggja verkefni í samvinnu við aðra.
    • búa til áætlanir og tökuplön.
    • undirbúa upptökur og útsendingar utan skóla.
    • stilla upp tækjum á vettvangi í samræmi við kringumstæður.
    • taka upp og senda út viðburði.
    • ganga frá tækjum og tólum.
    • skila af sér verkefnum.
    • gera tíma- og vinnuskýrslur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa samskipti við aðila og skipuleggja verkefni utan skóla. Nám•smat: leiðsagnarmat.
    • gera áætlanir og upptökuáætlanir. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat.
    • undirbúa upptökur og útsendingar. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnavinna.
    • stilla upp og gera klárt fyrir upptökur, útsendingar á vettvangi. Námsmat:leiðsagnarmat, sjálfsmat, jafningjamat.
    • ganga frá á tökustað. Námsmat: leiðsagnarmat, sjálfsmat, jafningjamat.
    • skila af sér verkefnum á fullnægjandi hátt samkvæmt áætlunum. Námsmat: verkefnavinna, leiðsagnamat.
    • útbúa tíma- og vinnuskýrslur. Námsmat: verkefnavinna, sjálfsmat.
    • greina niðurstöður og útkomu. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat, sjálfsmat, jafningjamat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnavinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).