Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426254192.35

    Frásagnartækni kvikmynda
    KVMG3FR05
    4
    kvikmyndagerð
    Frásagnartækni kvikmynda
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum klassískrar frásagnartækni við skrif á kvikmyndahandritum fyrir leikna kvikmynd og heimildamynd. Þeir læra aðferðir við hugmyndaöflun, þróun hugmynda og aðlögun að kvikmyndaforminu þar sem myndræn frásögn er í fyrirrúmi. Nemendur skrifa, taka upp og klippa saman myndefni eftir eigin handriti og handriti annarra og bera handritið saman við endanlega útkomu sögunnar. Leitað er eftir samvinnu við leiklistarnema þar sem unnið er með leikræna tjáningu og mismunandi túlkun í kvikmynd.
    KVMG2FK05, KVMG2HE05, LIST1FG05, KVIS2LI05, KVMG3ÚV05, KVMG2FJ05 (KVI2A05, KVI2B05, LIS1A05, SGK2A05, UTS3A05, STU2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum aðferðum við hugmyndaöflun og þróun hugmynda.
    • klassískri aðferð við uppbyggingu sögu.
    • eðli myndrænnar frásagnar í kvikmynd.
    • ólíkri túlkun leikara á persónum sögunnar.
    • eðlilegri þróun sögunnar frá hugmynd til lokaafurðar.
    • þeim lærdómi sem draga má með samanburði á upprunalegu handriti og endanlegri kvikmynd.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota og vinna með hefðbundið sniðmát við handritaskrif.
    • skrifa söguþráð.
    • skrifa söguúrdátt.
    • skrifa grunnhugmynd sögu (e. logline).
    • taka upp kvikmynd eftir eigin handriti og eftir handriti annarra.
    • leiðbeina leikurum í persónusköpun og túlkun í kvikmynd.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá hugmyndir sínar í kvikmyndahandriti á myndrænan hátt. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat, frammistöðumat, jafningjamat.
    • nota ólíkar aðferðir við hugmyndaöflun og þróun hugmynda. Námsmat: leiðsagnarmat, frammistöðumat.
    • aðlaga og þróa hugmyndir og sögur að myndrænni frásögn í kvikmynd. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat, frammistöðumat, jafningjamat.
    • finna grunnhugmynd sögunnar og skrifa í einni til tveimur setningum. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnamat.
    • taka upp kvikmynd eftir handriti á myndrænan hátt. Námsmat: verkefnamat, frammistöðumat, jafningjamat.
    • velja viðeigandi túlkun leikara á persónum sögunnar.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnamat og sjálfsmat.