Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426504846.4

    Hljóðvinnsla í kvikmyndum
    KVMG2HV05
    8
    kvikmyndagerð
    Hljóðvinnsla
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra grunnatriði hljóðvinnlsu í kvikmyndagerð. Nemendur fá þjálfun í vinnslu hljóðs fyrir kvikmynd og fjallað verður um notkun og meðhöndlun hljóðs út frá siðfræði og höfundarrétti. Í áfanganum er farið í grunnatriði varðandi eðli og hegðun hljóðs, notkun hljóðnema, upptöku hljóðs á vettvangi og hugtök sem notuð eru í hljóðvinnslu. Lögð er áhersla á einfalda notkun hljóðforrita, klippingu og hvernig hægt er að vinna með hljóð og breyta því.
    KVMG2FK05, KVMG2HE05 (KVI2A05, KVI2B05 )
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað hljóð er og hvernig hljóð er notað og þýðingu þess í kvikmyndum.
    • helstu hljóðskrám og þjöppunum.
    • grundvallaratriðum hvað varðar höfundarétt.
    • helstu tækjum og tólum sem þarf til að taka upp hljóð.
    • hvernig nota má sérhæð forrit til að hljóðsetja.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina hljóð og flokka hljóð í kvikmyndum.
    • finna og þekkja hvar hægt er að fá löglegar hljóðskrár.
    • búa til hljóðhandrit.
    • taka upp hljóð.
    • setja upp hljóðmynd í sérhæðfum forritum.
    • hljóðblanda og keyra út tilbúnar hlóðskrár.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina hljóð og geta útskýrt grundvallarlögmál hljóðs. Námsmat: leiðsagnarmat og verkefnavinna.
    • geta fundið tónlist, umhverfis- og áhrifahljóð sem má nota löglega. Námsmat: leiðsagnarmat og verkefnavinna.
    • útbúa hljóðhandrit. Námsmat: frammistöðumat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • taka upp hljóð. Námsmat: frammistöðumat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • hanna hljóðmynd í sérhæfðum forritum. Námsmat: frammistöðumat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • hljóðblanda tilbúnu kvikmyndahljóði. Námsmat: frammistöðumat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • Keyra út mismunandi hljóðskrár. Námsmat: frammistöðumat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • geta metið eigið framlag og framlag annarra með jákvæðri greiningu og gagnrýni. Námsmat: leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnavinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).