Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426515608.61

    Framleiðsluferli / "Masterclass"
    KVMG3FF05
    5
    kvikmyndagerð
    Framleiðsla
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur rannsaka og dýpka skilning og þekkingu á nokkrum grundvallarþáttum við framleiðslu kvikmynda. Viðfangsefni styðja við og styrkja lokaverkefni nemenda. Áfanginn er í formi „masterclass“ eða sérhæfðra viðfangsefna. Byggt er á rannsóknarvinnu nemenda, fyrirlestrum sýnikennslu og verkefnum. Í áfanganum vinna nemendur m.a. að skipulagningu og undirbúningi á framleiðslu eigin stuttmyndar. Veitt er þjálfun í skipulagningu vinnuferlis ásamt nauðsynlegri tækni til að útfæra hugmyndir og fullvinna skipulagsplan. Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér þá sérhæfðu hæfni sem þeir hafa aflað sér í grafískri hönnun, kvikmyndagerð, vefhönnun og umbroti. Viðfangsefni áfangans styðja við og styrkja lokaverkefni nemenda.
    KVMG2FK05, KVMG2HE05, KVMG3FR05, KVMG2FJ05, KVMG3ÚV05, KVIS2LI05, KVMG2HV05, HGKV2AH05, KVMG4RT05, GRHÖ1GH05 (KVI2A05, KVI2B05, KVI3A05, STU2A05, UTS3A05, SGK2A05, HLK2A05, HGK2A05, VEK3A05, GRA2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum rannsóknarvinnu við sértæk svið kvikmyndaframleiðslu.
    • þeim tækjum og hugbúnaði sem þörf er á við framleiðslu kvikmynda.
    • sértækri þekkingu á skipulagi og tímaplani við kvikmyndatöku.
    • sértækri þekkingu á eftirvinnslu og frágangi kvikmynda til sýningu.
    • mikilvægi þess að fylgjast með þróun tæknibúnaðar og aðferða við kvikmyndagerð.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita aðferðum rannsóknarvinnu til að afla upplýsinga og finna lausnir.
    • leita hagkvæmra leiða í undirbúningi kvikmyndaframleiðslu.
    • skipuleggja og taka upp kvikmynd.
    • ákveða eftirvinnsluferli kvikmyndar.
    • framkvæma sértæk eftirvinnsluverkefni.
    • útbúa kvikmynd til sýningar í mismunandi miðlum.
    • vinna kynningarefni með kvikmynd.
    • ræða undirbúningsaðferðir annarra af víðsýni og þekkingu.
    • afla sér nauðsynlegrar viðbótarþekkingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa kvikmyndatöku á sem hagkvæmastan hátt. Námsmat: leiðsagnarmat og frammistöðumat.
    • beita rannsóknaraðferðum til að afla upplýsinga og þekkingar. Námsmat: leiðsagnarmat.
    • undirbúa kvikmynd til framleiðslu á hefðbundinn hátt. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • setja fram skipulag fyrir upptöku- og vinnsluferli kvikmyndar. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • skipuleggja eftirvinnsluferli kvikmyndar með sértækum lausnum. Námsmat: leiðsagnarmat, verkefnavinna og sjálfsmat.
    • nýta eigið innsæi og fagþekkingu í undirbúningi verkáætlunar. Námsmat: verkefnavinna, sjálfsmat og símat.
    • ræða á gagnrýni og uppbyggilegan hátt um eigin vinnu og annarra. Námsmat: sjálfsmat og jafningjamat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, verkefnavinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).