Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426516382.66

    Vinnuferli í kvikmyndun
    KVMG3KÁ05
    6
    kvikmyndagerð
    Kynningaráætlun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum vinna nemendur að heildstæðri kynninaráætlun fyrir dreifingu og kynningu á útskriftarmynd sinni. Veitt er þjálfun í skipulagningu vinnuferlis ásamt nauðsynlegri tækni til að útfæra hugmyndir og fullvinna verk. Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér þá sérhæfðu þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í kvikmyndagerð, vefhönnun, umbroti og grafískri hönnun. Áhersla er lögð á skapandi hugsun, gagnrýna sýn, sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og skipulag.
    KVMG2FK05, KVMG2HE05, KVMG3FR05, KVMG2FJ05, KVMG3ÚV05, KVIS2LI05, KVMG2HV05, HGKV2AH05, KVMG4RT05, GRHÖ1GH05 (KVI2A05, KVI2B05, KVI3A05, STU2A05, UTS3A05, SGK2A05, HLK2A05, HGK2A05, VEK3A05, GRA2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig nýta má þá sérþekkingu sem hann hefur aflað sér við framsetningu og kynningu á eigin verkum.
    • þeim tækjum og hugbúnaði sem nauðsynlegur er í gerð kynningarefnis.
    • mikilvægi þess að fylgjast vel með því sem er að gerast í kynningu og dreifingu efnis í ólíkum miðlum.
    • sinni sérstöðu og einstaklingsstyrk.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna kynningarefni sem byggir á þekkingu á eigin verki og inntaki þess.
    • vinna kynningarefni sem byggir á þekkingu á nútímamiðlum.
    • rökstyðja ákvarðanir á faglegum grunni.
    • afla sér nauðsynlegrar viðbótarþekkingar.
    • lesa og útskýra kynningarleiðir annara af víðsýni og þekkingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa hugmyndir sínar og sýna áræðni við útfærslu og framsetningu. Námsmat: leiðsagnar- og frammistöðumat.
    • fjalla um og meta eigin verk á upplýstan og greinargóðan hátt: Námsmat: sjálfsmat og frammistöðumat.
    • greina og tjá sig um og meta verk annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi. Námsmat: frammistöðumat
    • Nota innsæi, skipulagshæfileika og hagkvæma hugsun við val á kynningarleiðum. Námsmat: frammistöðumat.
    • Skila heilsteyptri, vel útfærðri kynningu. Námsmat: leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmat.
    Leiðsagnarmat, frammistöðumat, jafningjamat og sjálfsmat.