Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426585980.54

    Orðaforði og málnotkun
    ÞÝSK1MÁ05
    66
    þýska
    algengur almennur orðaforði í nútíð og núlðinni tíð, eignarfornöfn, forsetningar og fallstjórn þeirra
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Helstu atriði undanfarans eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Unnið er með orðaforða sem tengist nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum og ferðalögum (t.d. að spyrja og segja til vegar). Þá eru nemendur einnig þjálfaðir í að segja frá liðnum atburðum. Menningu og staðháttum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf. Þá mun nemendum verða leiðbeint í notkun orðabóka og annarra hjálpargagna við tungumálanámið. Þessi áfangi er á stigi A1 í evrópska tungumálarammanum.
    ÞÝSK1GF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem tengist nánasta umhverfi (herbergi, húsnæði), daglegu lífi og athöfnum, ferðalögum og orðaforða sem tengist, helgidögum, hátíðum og sérstökum atburðum í lífi fólks svo og lífi í sveit
    • myndun og notkun fallorða, núliðinnar tíðar og þátíðar algengustu sagna, myndun og notkun aukasetninga
    • framburðarreglum og tónfalli
    • þýskumælandi löndum og fengið aukna innsýn í menningu og siði þessara þjóða
    • samskiptavenjum og mismunandi notkun málsins eftir aðstæðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum og ferðalögum
    • skilja einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli, t.d. varðandi leiðarlýsingar
    • skilja stutta texta þar sem sagt er frá daglegu lífi, atburðum og tilfinningum eða óskað er eftir upplýsingum
    • greina lykilatriði í einföldum textum, t.d. stuttum hraðlestrarbókum á stigi eitt
    • afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga (t.d. varðandi klukkuna, tíma- og dagsetningar og ferðalög)
    • spyrja og segja til vegar
    • spyrja og svara einföldum spurningum um liðna atburði
    • segja hvers vegna og til hvers eitthvað gerist og hvaða afleiðingar það hefur (aukasetningar)
    • skrifa einföld persónuleg bréf, stuttar frásagnir og greina frá liðnum atburðum (bæði í nútíð og núliðinni tíð)
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga einföld dagleg samskipti á þýskumælandi heimili, t.d. hlusta á og fara eftir leiðbeiningum og skilaboðum sem tengjast daglegum athöfnum og bregðast rétt við ...sem er metið með... samtalsæfingum og verkefnavinnu
    • bjarga sér sem ferðamaður í þýskumælandi umhverfi. Hér er átt við almennar aðstæður s.s. spyrja og fá upplýsingar um brottfarartíma, ferðamáta, leiðir og versla ...sem er metið með... talæfingum og samtalsverkefnum
    • miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum, tilfinningum og þörfum sem og persónulegri reynslu ...sem er metið með... verkefnavinnu
    • tjá sig um liðna atburði í ræðu og riti ...sem er metið með... samtalsæfingum og ritunarverkefnum
    • tileinka sér meginefni í textum um daglegt líf og atburði, ásamt textum um menningarleg málefni ...sem er metið með... verkefnavinnu
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Gert er ráð fyrir að bæði munnlegt og skriflegt lokapróf verði í áfanganum.