Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426598395.86

    Kvikmyndagreining
    SPÆN2KV05
    18
    spænska
    kvikmyndir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur kynnast spænskri og rómansk-amerískri kvikmyndagerð. Áhersla er lögð á þemavinnu, munnlegar kynningar auk talæfinga.
    SPÆN2SK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
    • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, bæði munnlega og skriflega
    • gerð kvikmynda og helstu sjónarhornum við túlkun þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja megininntak samræðna og fjölmiðlaefnis, einkum um kunnugleg umræðuefni
    • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi af meira öryggi en áður
    • lesa margs konar gerðir texta
    • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og af meira öryggi en áður og beita málfari við hæfi
    • tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
    • skrifa samfellda texta af ýmsum toga, s.s. útdrætti, endursagnir og frásagnir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa texta um sjálfan sig og umhverfi sitt eða annað efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum verkefnum
    • greina megininntak talaðs máls af ýmsum toga, einkum um kunnugleg umræðuefni ...sem er metið með... verkefnum
    • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt ...sem er metið með... verkefnum
    • taka þátt í skoðanaskiptum af meira öryggi en áður og nota til þess viðeigandi orðaforða ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
    • tjá sig á skýran hátt í ræðu og riti og beita tungumálinu af nákvæmni við ýmiss konar aðstæður ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
    Símatsáfangi í formi verkefna og kynninga.