Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426598831.2

    Handmennt
    HAND1HS10
    1
    handmennt
    Handmennt og saumur
    Samþykkt af skóla
    1
    10
    SB
    Í áfanganum læra nemendur grunnvinnsluaðferðir í nokkrum undirstöðugreinum handmenntar. Nemendur læra að nota áhöld og tæki í greininni. Nemendur vinna prufur meðan þeir eru að ná grunnþáttunum í aðferðum og síðan nýta þeir sér þekkingu sína í eigin útfærslur og hönnun. Nemendur þurfa að temja sér vönduð og sjálfstæð vinnubrögð. Vettvangsferðir og sýning á verkefnum nemenda. Dæmi um verkefni: Prjón, hekl, útsaumur, leðurvinna, bútasaumur og fl.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum í prjóni, hekli, útsaumi og ýmsum textílaðferðum
    • ganga frá verkefnum
    • möguleikum sem eru fyrir hendi í ýmissi textílvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota grunnaðferðir í ýmsum textíl
    • nýta sér mismunandi hráefni í vinnslu ýmissa hluta
    • búa til vinnulýsingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leita nýrra hugmynda til að iðka handmenntir
    • geta yfirfært hugmynd sína yfir í unninn hlut
    • útfæra verkefnin eftir vinnulýsingar
    • vanda frágang og vinnubrögð
    Mæting og virkni. Einkunn fyrir hvern hluta á fyrri helmingi annarinnar. Seinni helmingur, sem er eigin hönnun, er metin eftir umfangi erfiðleikastigi, vandvirkni og góðum vinnubrögðum