Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426599603.0

    Frumkvöðlafræði og viðburðastjórnun
    FRUM3FR05
    2
    frumkvöðlafræði
    frumkvöðlafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um nýsköpun, frumkvöðlafræði og viðburðastjórnun á sviði lista og miðlunar - ferlið frá hugmynd til veruleika. Markmiðið er að virkja hugmyndir nemenda og nýta þekkingu og færni þeirra til að leysa vandamál, uppfylla þarfir eða skapa gæði sem máli skipta. Áhersla er lögð á skipulagningu viðburða, s.s. sýninga, hátíða, tónleika og ráðstefna allt frá því að hugmynd kviknar þar til viðburði er lokið. Nemendur kynnast gerð verkáætlunar sem grundvelli að góðri verkefnastjórnun. Lögð er áhersla á hagnýta nálgun með því að fá gestafyrirlesara með reynslu af frumkvöðlastarfi og viðburðastjórnun á ólíkum sviðum. Farið er yfir aðferðafræði hugmyndavinnu, leit, flokkun, mat og val á aðferðum við skipulagningu og afmörkun viðfangsefna. Fjallað er um áætlanagerð og þróunarferil lausna. Áhersla er lögð á gerð heildstæðrar áætlunar sem taki til afmörkunar á viðfangsefni, skýrslugerðar, kostnaðar- og kynningaráætlunar og mats á fjármögnun. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð og fagleg vinnubrögð hjá nemendum.
    LIME1LI05, LIME1ML05, LIME2ME05, LIST1FG05, FJÖL2KY05 (LIM1A05, LIM2A05, LIM2B05, LIS1A05, FJÖ2A05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðafræði frumkvöðlastarfs og viðburðastjórnunar.
    • greiningu þarfa sem leitt geta til lausnar.
    • ferli nýsköpunar og viðburarstjórnunar frá hugmynd að veruleika.
    • aðferðafræði hugmyndaleitar og hugmyndaþróunar.
    • ólíku þróunarferli lausna.
    • mikilvægi góðs undirbúnings og áætlanagerðar.
    • gerð kostnaðaráætlana og framsetningar þeirra.
    • líftíma verkefnis og lykilþáttum í viðburðastjórnun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja og standa fyrir atburðum á sviði lista og menningar.
    • bregðast við óvæntum uppákomum í tengslum við viðburði.
    • beita mismunandi aðferðum við leit og þróun á hugmyndum.
    • lýsa og meta hugmynd með tilliti til marksækni og kostnaðar.
    • kynna fyrir öðrum skapandi verkefni á svið lista og menningar.
    • útbúa heildstæða áætlun með tilheyrandi fylgiskjölum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • standa á ábyrgan hátt fyrir kynningu á hugmyndum sínum. Námsmat: leiðsagnarmat, og frammistöðumat.
    • nýta markaðssetningu og almannatengsl í viðburðastjórnun. Námsmat: frammistöðumat.
    • setja fram á raunhæfan hátt áhugaverða aðgerðaráætlun í anda nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Námsmat: símat, frammistöðumat, leiðsagnarmat, jafningjamat og sjálfsmat.
    • leggja raunhæft mat á möguleika ákveðinnar hugmyndar. Námsmat: sjálfsmat, verkefnamat, og frammistöðumat.
    • gera áætlun um kostnað og fjármögnun. Námsmat: frammistöðumat og símat.
    • setja fram heildstæða áætlun á skipulegan og faglegan hátt. Námsmat: frammistöðumat, jafningjamat og sjálfsmat.
    • vinna faglegrar samantektar að viðburði loknum. Námsmat: jafningamat og frammistöðumat.
    Próf, frammistöðumat, verkefni, kynningar, sjálfsmat, jafningjamat, leiðsagnarmat og símat (ástundun, frumkvæði, þátttaka og framfarir).