Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426677254.89

    Nútímaeðlisfræði
    EÐLI3NE05
    37
    eðlisfræði
    nútímaeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er gerð grein fyrir helstu atriðum eðlisfræði 20. aldar. Farið er yfir takmörkuðu afstæðiskenninguna, skammtafræði, atóm og kjarneðlisfræði.
    EÐLI2VB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum og niðurstöðum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar
    • þróun skammtafræði og atómlíkana
    • uppbyggingu atóma og rafeindaskipan
    • útgeislun atóma, ljósröfun, Comtonhrifum og leysiverkum
    • tvíeðli efnis, ögnum og bylgjum
    • uppbyggingu kjarna og geislavirkni
    • öreindum og helstu kenningum um þær
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota markverða tölustafi og viðeigandi einingar ásamt því að hagnýta og yfirfæra leikni milli flóknari stærðfræði og eðlisfræði til úrlausnar verkefna
    • setja fram og túlka myndir, gröf og töflur
    • tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi
    • leita sér heimilda um afmarkað efni/verkefni og nýta þær á viðeigandi hátt
    • skipuleggja og framkvæma verklegar æfingar og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu
    • vinna úr jöfnum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar
    • reikna þröskuldsspennu og lausnarorku ljósröfunar, bylgjulengd ljóss frá vetnisatómi, bindiorku kjarna og aldur út frá hrörnun geislavirkra kjarna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • gera sér grein fyrir mikilvægi nákvæmra vinnubragða
    • tengja námsefnið við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi þess
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.