Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426677937.86

    Atómið og mólhugtakið
    EFNA2LO05
    41
    efnafræði
    byrjunaráfangi í efnafræði á náttúrufræðibraut, efnasambönd og efnajöfnur, lotukerfið, mólhugtakið
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum byrjunaráfanga í efnafræði kynnast nemendur ýmsum undirstöðuhugtökum efnafræðinnar, svo sem: frumeind, sameind, jón, frumefni, efnasamband, sterk og veik efnatengi, efnahvarf, efnajafna, mól og efnafræði lausnar. Nemendur læra að nýta sér lotukerfi og þekkja lotubundna eiginleika frumefna. Þeir fá þjálfun í að stilla efnajöfnur, tengja hugtakið mól við efnajöfnurnar og nýta sér þessi tengsl til ýmissa útreikninga. Áhersla er lögð á dæmareikning.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og notkun lotukerfisins, eiginleikum einstakra frumefna og flokkum í lotukerfinu
    • lotubundnum eiginleikum frumefna
    • uppbyggingu frumeinda, sameinda og jóna
    • rafeindaskipan atóma og jóna, röðun rafeinda á undirhvolf, gildisrafeindum og áttareglunni
    • efnatáknum
    • hlutföllum efna í efnajöfnum, stillingu efnajafna og hagnýtingu þeirra í magnútreikningum
    • atómi, frumefni, efnasambandi, öreindum, samsætum, atómmassa, jón, sameindum, formúlumassa, móli og mólmassa
    • sterkum efnatengjum (s.s hleðslu jóna, jónískum tengjum og nafnakerfi jónaefna, myndun samgildra tengja og málmtengja) og veikum efnatengjum
    • nafngiftarreglum einfaldra ólífrænna efna
    • umreikningi milli móla og annarra magnbundinna eininga
    • mólstyrk og þynningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilgreina ofangreind hugtök og greina á milli ólíkra efnafræðihugtaka
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
    • setja upp efnajöfnur og stilla þær
    • beita mólhugtakinu og tengja það hlutföllum í efnajöfnum
    • skrifa raungreinaskýrslu
    • nota lotukerfið
    • reikna mólstyrk jóna í saltlausn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
    • tjá sig um í raungreinar í ræðu og riti
    • átta sig á hvaða reikniaðferðir eiga við hverju sinni við útreikninga í efnafræði
    • gera sér grein fyrir mikilvægi nákvæmra vinnubragða í efnafræði
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir skrifleg og verkleg verkefni. Skriflegt lokapróf.