Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426692693.84

    Hljóðsetning í leiklist
    HLJS2HM05
    1
    Hljóðsetning
    Hljóðmynd
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum skrifa nemendur stutt leikrit fyrir útvarp og æfa það til flutnings. Nemendur hanna hljóðmynd og vinna við upptökur leikritsins í hljóðveri. Áhersla er lögð á hljóðvitund og hljóðskynjun nemenda. Leiktúlkun og raddbeiting í útvarpi og útvarpsleikhúsi er þjálfuð. Kynning á upptökutækni fyrir útvarp og talsetningartækni. Nemendur vinna einnig útvarpsleikgerð fyrir svið og fá í þeirri vinnu innsýn í starf leikstjórans.
    LEIK1GR05, LEIK2LB05 (LEI1A05, LEI2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • útvarpsleikhúsi sem miðli.
    • mismunandi leiktúlkunaraðferðum eftir miðlum.
    • skapandi skrifum og handritagerð.
    • upptökutækni.
    • talsetningartækni.
    • sviðsetningu og starfi leikstjórans.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leika í útvarpsleikriti.
    • talsetja efni.
    • skrifa handrit.
    • leikstýra.
    • nýta upptökutækni.
    • talsetja auglýsingar og teiknimyndir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa handrit að útvarpsleikriti. Námsmat: verkefnamat og leiðsagnarmat.
    • búa til hljóðmynd. Námsmat: verkefnamat og leiðsagnarmat.
    • leikstýra leiknu efni á sviði og í útvarpi. Námsmat: verkefnamat og jafningjamat.
    • leikstýra leiknu efni á sviði og í útvarpi. Námsmat: verkefnamat og jafningjamat.
    • vinna í stúdíói. Námsmat: frammistöðumat.
    • hanna sviðshreyfingar. Námsmat: Prófmat (æft verklegt atriði).
    Verkefnavinna, frammistöðumat, hópvinna, sjálfsmat, jafningjamat og símat (ástundun, þátttaka og framfarir).