Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426765920.19

    Kenningar í félagsfræði
    FÉLA2KF05
    55
    félagsfræði
    Kenningar, samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar, kenningar þeirra og framlag til aukins skilnings á samfélaginu sem er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og drepið er á nokkrum þekktum rannsóknum innan félagsvísinda. Áhersla er lögð á að nemendur átti sig á og öðlist dýpri skilning á hugtökum sem voru kynnt í FÉLA1FS05 og setji þau í fræðilegra samhengi.
    FÉLA1FS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kenningum helstu frumkvöðla félagsfræðinnar
    • lagskiptingu í félagsfræðilegu samhengi
    • frávikum og afbrotum í félagsfræðilegu samhengi
    • samskiptum í félagslegu samhengi
    • kynhlutverkum og áhrifum þeirra á líf fólks
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun
    • beita sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum
    • beita félagsfræðikenningum til að skoða samfélagsleg málefni
    • nota kenningar í félagsfræði til að greina og beita þeim á ólík samfélög
    • tjá sig fyrir framan aðra
    • skrifa skýran og skilmerkilegan texta um afmarkað efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla á gagnrýninn hátt um samfélagsleg málefni
    • efla jákvæða og uppbyggilega félags- og samskiptahæfni
    • vera meðvitaður og gagnrýninn á áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífstíl
    • skilja hlutverk kyns og kyngerfis í samfélaginu
    • þekkja eigin styrkleika og geta sett sér raunhæf markmið
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.