Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426766533.5

    Rannsóknaraðferðir félagsvísinda
    RANN3EM05
    4
    aðferðafræði
    eigindlegar rannsóknir, megindlegar rannsóknir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur rannsóknaraðferðum félagvísinda. Nemendur læra gagnaöflun og úrvinnslu í megindlegum og eigindlegum aðferðum. Lögð er áhersla á hagnýtingu rannsóknaraðferðanna með annað nám í huga.
    STÆR2ÁT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • megindlegum og eiginlegum aðferðum, kostum þeirra og göllum
    • kenningum félagsvísindanna og tengingu þeirra við rannsóknaraðferðir
    • siðferðilegum álitamálum í rannsóknum
    • gæðum rannsókna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
    • leggja mat á siðferðileg álitamál í rannsóknum
    • lýsa vísindalegu rannsóknarferli og beita því á valin rannsóknarefni
    • varpa fram rannsóknarspurningu og setja fram tilgátur um valin rannsóknarefni
    • vinna úr megindlegum og eigindlegum gögnum og koma þeim til skila á skilmerkilegan máta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulögðum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna
    • geta framkvæmt einfalda félagsfræðilega rannsókn
    • meta hvaða rannsóknaraðferðir skuli beita við rannsókn eftir eðli viðfangsefna
    • leggja gagnrýnið mat á niðurstöður rannsókna sem kynntar eru í fjölmiðlum
    • vinna á sjálfstæðan hátt að einfaldri rannsókn
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Skriflegt lokapróf.