Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426847956.88

    Dans og leikir
    ÍÞRÓ1DA01(SB)
    64
    íþróttir
    dans, leikir og samvinna, Íþróttir
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    SB
    Áfanginn er verklegur. Meginviðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt í formi dansíþróttar Áhersla er lögð á jákvæð samskipti kynjanna. Áfanginn inniheldur mismunandi kynningarþætti, s.s. barnadansa, hringdansa, skottís, polka, marsa, kúrekadansa, cha-cha-cha, samba, jive, mambó og fleira skemmtilegt. Unnið er með atriði eins og samvinnu, tillitsemi og háttvísi. Nemendur eru hvattir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilgangi danslistarinnar sem ákveðnu tjáningar og hreyfingarformi
    • mikilvægi hreyfingar
    • fjölbreyttum dönsum
    • fjölbreyttum leikjum
    • gildi þess að geta dansað
    • taktvinnslu
    • leiðum til að nýta dans og leiki sér til heilsubótar og ánægju
    • gildi samvinnu, umburðarlyndis, virðingar í leik, námi og starfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • dansa
    • iðka ýmsa leiki til að efla líkama og sál
    • fylgja takt við tónlist
    • tjá sig með hreyfingu
    • nota rétta líkamsbeitingu
    • vinna með öðrum að lausnum verkefna
    • taka tillit og hvetja aðra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • dansa og vera óhræddur við að læra nýja dansa
    • semja dansspor í takt við tónlist
    • stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar
    • sýna sjálfstæði, öryggi og velja hreyfingu við hæfi
    • sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf
    • vinna að bættri heilsu í samvinnu við aðra
    • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í leikjum og dansi
    Getur farið fram með margvíslegum hætti, meðal annars með dansprófum. Einnig má meta mætingu og virkni nemenda til einkunnar