Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427277743.53

    Ályktunartölfræði
    STÆR2ÁT05
    88
    stærðfræði
    Tölfræði, ályktunartölfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum fjallað um ályktandi tölfræði. Farið er í grunnatriði úrtaksfræðinnar og þeirra aðferða sem notaðar eru til að draga ályktanir um þýði á grundvelli úrtaks. Fjallað er um tilgátuprófun, s.s z-próf, t-próf, kí-kvaðratpróf og fylgnipróf. Lögð er áhersla vinnslu gagnasafna og notkun töflureikna.
    STÆR2TL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengustu líkindadreifingum
    • grunnatriðum úrtaksfræðinnar
    • fylgnihugtakinu
    • ályktunartölfræði
    • öryggisbili
    • framsetningu tilgáta og prófana á þeim
    • öflun tölfræðilegra upplýsinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta einfalda líkindadreifingu við útreikning líkinda
    • reikna fylgni á milli tveggja breytna
    • túlka fylgnistuðla
    • nota hugtökin öryggisbil, öryggismörk og öryggisstig
    • setja fram tilgátur og prófa þær
    • framkvæma z-próf, t-próf og kí-kvaðrat próf
    • nýta tölfræðileg forrit við vinnslu og framsetningu tölfræðilegra gagna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulegum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn tölfræðilegra verkefna
    • framkvæma einfalda megindlega rannsókn
    • kynna ólíkar aðferðir við framsetningu tölfræðilegra viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • skilja og meta með gagnrýnum hætti tölfræðilegar upplýsingar í fjölmiðlum og fræðiritum
    • finna kerfisbundið aðferðir til að greina mismunandi tölulegar upplýsingar
    • vinna úr tölulegum upplýsingum með aðferðum ályktunartölfræði og útskýra niðurstöður þeirrar vinnu
    • fjalla um tölfræði almennt og ályktunartölfræðileg viðfangsefni sérstaklega
    • nýta sér tölfræðileg forrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir
    Áhersla er lögð á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og samvinnuverkefni. Könnunarverkefni unnin reglulega. Skriflegt lokapróf.