Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427290979.65

    Erlend samskipti 2
    ERLE3ER05
    2
    erlend samskipti
    Líf og menning í nýju landi, tungumál, þematengd verkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn tekur við af ERLE2ER05. Í þessum seinni áfanga er lögð áhersla á að nemendur vinni fyrst og fremst að verkefnum tengdu þema hverju sinni. Nemendur þurfa að ná góðu valdi á verkefnum og geta kynnt þau bæði skriflega og fyrir framan hóp af fólki. Þá þurfa nemendur að skipuleggja heimsóknir samstarfsskóla.
    ERLE2ER05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðfangsefnum tengdu þema verkefnis
    • mismunandi menningarheimum, venjum og siðum
    • algengustu orðum í daglegum samskiptum á tungumáli samstarfslanda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina frá sérhæfðum verkefnum í ræðu fyrir hópi af fólki sem og í riti
    • skipuleggja og undirbúa heimsóknir samstarfsaðila
    • vinna á fjölbreyttan máta með nútímasamskiptatækni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér upplýsinga um tiltekin málefni og geta miðlað þeim upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt fyrir hóp af fólki
    • miðla upplýsingum á mismunandi vegu
    Í áfanganum verður viðhaft símat. Það byggir á verkefnum sem eru unnin í tengslum við þema hverju sinni, kynningum og framsögu bæði heima og erlendis og vilja og virkni til þátttöku í sameiginlegum verkefnum. Þá verður tekið tillit til þess hvernig verkefni eru fram sett. Einnig verður lagt mat á frumkvæði og aðferðir við lausn á viðfangsefnum.