Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427362703.9

    Verkefnaáfangi í málvísindum
    ÍSLE3VM05
    114
    íslenska
    Verkefnaáfangi í málvísindum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kynnt eru undirstöðuatriði í almennum málvísindum með hliðsjón af íslenskri málfræði og málfræði þeirra erlendu tungumála sem nemendur hafa lært. Nemendur velja sér rannsóknarverkefni, eitt eða fleiri, í samráði við kennarann. Þess skal gætt að viðfangsefnin hafi skírskotun til samtímans og umhverfis eins og unnt er. Dæmi um viðfangsefni gætu verið máltaka barna, tungutækni, mál í fjölmiðlum og þýðingar.
    10 einingar í íslensku á hæfniþrepi 3
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum almennra málvísinda
    • helstu einkennum íslenskrar málfræði í samanburði við skyld mál sem nemendur hafa lært
    • meginbreytingum sem hafa átt sér stað í íslensku málkerfi frá upphafi ritaldar á Íslandi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum á fræðasviðinu
    • greina viðfangsefni niður í þætti
    • gæta nákvæmni í vinnubrögðum
    • draga ályktanir af gögnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja fram niðurstöður sínar á vandaðan hátt
    • meta röksemdir af gagnrýni og yfirvegun
    • setja fram álitamál og hvernig megi nálgast niðurstöðu
    • afla sér gagna og upplýsinga af skilvirkni og samviskusemi
    • miðla þekkingu og upplýsingum á fjölbreytilegan hátt, s.s. í texta, myndmáli og mæltu máli
    Áhersla er á leiðsagnarmat við verkefnavinnu. Lokaverkefni er skilað bæði munnlega og skriflega.