Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427363536.41

    Inngangur að kynjafræði
    KYFR2IN05
    2
    Kynjafræði
    inngangur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með grunnhugtök kynjafræðinnar. Skoðuð eru helstu hugtök fræðigreinarinnar og birtingarmyndir þeirra í nútímasamfélagi. Lögð er áhersla á að tengja efni áfangans við daglegt líf nemenda.
    INGA1HF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum og kenningum í kynjafræði
    • orðræðu í samfélagi er varðar kyn og kyngervi
    • stöðu kvenna og karla í íslensku samfélagi fyrr og nú
    • mismunandi birtingarmyndum kynjanna í fjölmiðlum
    • kynbundnum viðhorfum samfélags til einstaklinga og áhrifum þeirra
    • áhrifum uppeldis á kyn- og sjálfsmynd
    • stöðu minnihlutahópa í samfélaginu
    • stjórnmálum, vinnumarkaði og lagasetningu í tengslum við jafnrétti
    • kynbundnu ofbeldi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða veröldina út frá sjónarhóli kyns og kyngervis
    • nota hugtök kynjafræðinnar til að greina stöðu kvenna og karla í samfélaginu
    • tjá sig í ræðu og riti á skipulagðan og gagnrýninn hátt um málefni tengd kynjafræði
    • lesa fræðitexta í kynjafræðum
    • tengja kynjafræði við persónulega reynslu
    • rökræða með virkri hlustun og eigin tjáningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulögðum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna
    • átta sig á þeim áhrifum sem kyn og kyngervi hefur á möguleika einstaklingsins í lífinu
    • átta sig á hvernig félagsleg staða fólks getur skapað mismunun og forréttindi tiltekinna hópa
    • vera gagnrýninn og ábyrgur þátttakandi í fjölmenningarsamfélagi
    • átta sig á hvernig hann hefur áhrif á umhverfið í kringum sig
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf, umræður og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Lokamat byggir á stærra verkefni nemenda.