Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427366504.37

    Landfræði - Náttúrufar og mannvist
    LANF2NM05
    3
    landfræði
    kort, mannvist, náttúrufar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað verður almennt um landfræði, kort, náttúrufar, auðlindir, atvinnuhætti, lýðfræði, byggðamynstur og menningu. Viðfangsefnin verða skoðuð út frá nærumhverfi nemandans, Íslandi og heiminum öllum.
    INGA1HF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu landfræðinnar
    • grunnatriðum kortagerðar og kortatúlkunar
    • gagnvirku sambandi manns, náttúru og samfélags
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til einföld kort
    • vinna úr tölfræðilegum upplýsingum
    • afla upplýsinga um landnýtingu og koma þeim frá sér á skipulagðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvernig náttúrurfarslegar og félagslegar aðstæður hafa áhrif á manninn
    • meta hvernig maðurinn mótar sitt umhverfi
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Skriflegt lokapróf eða ferilmappa.