Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427366815.72

    Landfræði - hagræn landfræði
    LANF3HL05
    3
    landfræði
    Hagræn landfræði, atvinnulíf og landnýting
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um hagræna nýtingu mannsins á landi, uppbyggingu atvinnulífs og nýtingu þess á auðlindum. Lögð áhersla á nærumhverfi nemandans og það sett í samhengi við Ísland og heiminn í heild.
    LANF2NM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu auðlindum í sínu umhverfi og á heimsvísu
    • nýtingu auðlinda
    • grunnatriðum hagfræði og tengingu þeirra við landfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa kort og myndrit sem tengjast viðfangsefninu
    • lesa á ensku um viðfangsefni áfangans
    • koma frá sér efni skriflega og munnlega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulögðum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna ...sem er metið með... verkefnavinnu og ferilmöppu
    • taka afstöðu til álitamála varðandi auðlindanýtingu og rökstyðja hana munnlega og skriflega ...sem er metið með... verkefnavinnu og ferilmöppu
    • nýta sér þekkingu og skilning í hagrænni landfræði til að skoða sitt nánasta umhverfi ...sem er metið með... verkefnavinnu og ferilmöppu
    • nýta sér þekkingu og skilning í hagrænni landfræði til að skoða jörðina sem heild ...sem er metið með... verkefnavinnu og ferilmöppu
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Ferilmappa höfð til hliðsjónar við lokamat.