Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427369676.71

    Stjórnmálafræði
    STJÓ2IS05
    5
    stjórnmálafræði
    inngangur að stjórnmálafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni og læri að greina helstu hugmyndastrauma stjórnmálanna. Helstu stjórnmálastefnur verða kynntar og greindar og fjallað sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka.
    INGA1HF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
    • helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar: Þjóðernisstefnu, stjórnkerfi, valdi, fullveldi, mannréttindum og lýðræði
    • helstu hugmyndakerfum stjórnmálanna (róttækni, frjálslyndi, íhaldsstefnu, afturhaldsstefnu, stjórnleysisstefnu og femínisma)
    • aðferðum stjórnkerfa og stjórnmálastefna við lausn samfélagslegra viðfangsefna
    • íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg viðfangsefni hér á landi og erlendis
    • greina á milli og meta ólíkar kenningar um stjórnkerfi og hugmyndastefnur
    • afla upplýsinga sem tengjast íslenskum stjórnmálaflokkum, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra hvernig stjórnmál hafa áhrif á líf hans og aðstæður
    • taka þátt í rökræðum um samfélagsleg álitamál er tengjast stjórnmálum
    • finna og nota upplýsingar um stjórnmál hér á landi og erlendis
    Verkefnavinna, umræður og skrifleg próf.