Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427726558.22

    Danska - Menning og fjölmiðlalæsi
    DANS3MF05(SB)
    6
    danska
    Menning, fjölmiðlalæsi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Unnið er markvisst með alla færniþættina fjóra (lesskilning, hlustun, ritun og tal). Lögð er áhersla á að gera nemendur færa í flestan sjó í dönsku samfélagi. Lesskilningur er þjálfaður með efni á netinu s.s. með lestri á fréttum líðandi stundar og gera nemendur þannig meðvitaða um danskt samfélag eins og það birtist þá stundina. Danskar bókmenntir með myndmáli eru lesnar, ræddar og lagðar til grundvallar í ritun. Hlustun er ekki þjálfuð með sérstökum æfingum eins og í undanförum heldur með tilvísun til danskra sjónvarpsþátta, frétta og fréttaskýringa í sjónvarpi
    DANS2LB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölmiðlatengdu efni
    • danskri menningu
    • dönsku sjónvarpsefni með dönskum undirtextum og án þeirra
    • bókmenntatextum s.s. skáldsögur sem eru litaðar myndmáli ýmis konar
    • danskri málnotkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita af dönsku efni af vefsíðum
    • lesa af nokkru öryggi danska vísinda- og fræðitexta
    • lesa á milli lína og átta sig á dýpri merkingu ritaðs máls
    • lesa danska texta sér til yndisauka
    • tjá hugsun sína í rökstuddu máli
    • beita meginreglum danskrar málfræði og setningarfræði í rituðu máli
    • hlusta á danskt tal og geti gert útdrátt úr efninu
    • nota orðaforða sem unnið hefur verið með í nýju samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lesið og skilið efnislega flókna texta og ráðið við sérhæfða texta með hjálp orðabókar
    • geta tjáð sig skriflega á skýrum og samfelldum texta af tiltekinni lengd og geti þannig komið skoðun sinni á framfæri
    • geta hlustað eftir ákveðnum upplýsingum og náð aðalatriðum í fréttum og fréttaskýringarþáttum um ákveðin efni
    • geta rætt hiklaust um málefni sem hann þekkir til
    • geta tekið þátt í samræðum þriggja eða fleiri
    Námsmat ætti einkum að beinast að því hvort notaður sé orðaforði við hæfi, hvort málbeiting sé í samræmi við þá getu sem krefjast má, hvort vinnubrögð séu frambærileg og loks hvort vinnuframlag sé fullnægjandi. Nauðsynlegt er að námsmatið sýni að nemendur hafi öðlast töluverða færni í að nota dönsku við mismunandi aðstæður og geti tjáð sig í ólíkum tilgangi með því að lögð séu fyrir verkefni sem gefa nemendum færi á að nota dönskuna á skapandi hátt. Eins og jafnan á að meta munnlega færni, m.a. má meta orðaforða sem nemanda hefur tekist að virkja bæði í samtali og frásögn. Námsmat getur verið í formi símats, sjálfsmats, jafningjamats og mats kennara. Til að gera nemendur ábyrga á eigin námi getur kennari og nemendur í sameiningu ákveðið í upphafi annar hvernig mati verður háttað og hvaða kröfur verður að standast með tilliti til markmiða í námskrá. Má jafnvel hugsa sér að nemendur meti sjálfir að einhverju leyti hvaða verkefni verði lögð fram til lokamats á önninni í stað formlegra prófa