Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428503936.55

    Goðafræði, heimildavinna, málsaga
    ÍSLE2GM05
    56
    íslenska
    goðafræði, málsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfangsefni áfangans er lestur, ritun og málfræði. Lesin er ein íslensk nútímaskáldsaga og íslensk goðafræði. Heimildaritgerð er skrifuð og farið í reglur um meðferð heimilda og ritgerðasmíð. Farið er í íslenska málsögu og félagsleg málvísindi. Í tengslum við goðafræði eru unnin margvísleg einstaklings- og hópverkefni og lögð áhersla á að nemendur tengi efnið við umhverfi sitt og samtíma. Í málsögu eru fjölbreytt verkefni unnin og lögð áhersla á að nemendur tengi fræðsluna við samtíma sinn og eigin málnotkun. Við ritun heimildaritgerðar er fjallað um meðferð heimilda, byggingu, mál og stíl og frágang.
    ÍSL1A05 eða grunnskólapróf með A (8,0 eða hærri einkunn).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skáldsagnaforminu.
    • reglum um meðferð heimilda í heimildaritgerðum.
    • byggingu ritgerða, formlegum stíl og málfari.
    • norrænni goðafræði.
    • rótum, þróun og stöðu íslenskrar tungu.
    • einkennum mannlegs máls, mállýskum, sérkennum íslenskunnar, máltöku barna, málanámi og talgöllum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og túlka skáldverk.
    • skrifa heimildaritgerð.
    • fjalla um norræna goðafræði.
    • ræða íslenska málsögu, sérkenni íslenskunnar, mállýskur, máltöku, málanám og talgalla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa skáldsögur sér til fróðleiks og yndisauka. Þetta er metið með könnunum og ritgerðasmíð.
    • vinna með heimildir á viðurkenndan hátt sem metið er með heimildaritgerð.
    • tileinka sér norræna goðafræði, tjá sig um hana í ræðu og riti og tengja efni hennar við umhverfi sitt og líf. Þetta er metið með umræðum, verkefnavinnu, m.a. skapandi verkefnum eins og stuttmyndagerð o.fl.
    • taka þátt í umræðum og starfi við varðveislu og þróun íslenskrar tungu. Þetta er metið með umræðum, verkefnum, m.a. skapandi verkefnum eins og nýyrðasmíð.
    • gera sér grein fyrir mállýskumun í íslensku og öðrum málum sem metið er með verkefnum, umræðum og könnunum.
    • vera meðvitaður um máltöku, talgalla, málanám og sérkenni íslenskunnar. Þetta er metið með verkefnavinnu, umræðum og könnunum.
    Áhersla er lögð á skapandi verkefni, ritgerðir og próf. Einnig verða lögð fyrir hópverkefni og nemendur gera stuttmyndir og kynningar og spreyta sig á nýyrðasmíð. Nemendur leita út fyrir kennslubækur og vinna verkefni í tengslum við umhverfi og menninguna kringum þá.