Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428505208.68

    Bókmenntir síðari alda
    ÍSLE3BS05
    95
    íslenska
    bókmenntir síðari alda
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Viðfangsefni áfangans er íslenskar bókmenntir frá siðaskiptum fram á 20. öld. Lesin er skáldsaga tengd tímabilinu og farið í valda texta, ljóð, laust mál og þjóðsögur. Áhersla er lögð á túlkun texta og skilning á því samfélagi sem þeir eru sprottnir úr. Í áfanganum eru unnin heimildaverkefni.
    ÍSLE2MO05 (ÍSL2B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • verkum valinna höfunda frá tímabilinu.
    • meginlínum í bókmenntasögu tímabilsins.
    • íslensku samfélagi og þeim hugmyndum sem verkin spretta úr.
    • grunnhugtökum í bókmenntafræði.
    • einkennum þjóðsagna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa langa skáldsögu og fjalla um inntak hennar.
    • lesa margvíslega texta frá tímabilinu.
    • greina ljóð og texta með bókmenntahugtökum.
    • flytja bókmenntatexta og verkefni.
    • tjá sig um bókmenntir tímabilsins.
    • skrifa læsilegan texta um mismunandi gerðir íslenskra bókmennta.
    • vinna heimildaverkefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa stórt bókmenntaverk og öðlast yfirsýn yfir það sem metið er með prófum, kynningum, umræðum og verkefnum.
    • túlka bókmenntatexta og tengja þá bókmenntasögu og samfélagi tímabilsins sem metið er með umræðum, prófum og verkefnum.
    • velja, afmarka og skrifa heimildaritgerð um efni áfangans.
    • vinna á skapandi hátt með bókmenntir sem metið er með fjölbreyttum verkefnum.
    • vinna í hóp sem metið er í hópverkefnum.
    • tjá sig á skýru og góðu máli í ræðu og riti sem metið er með umræðum, kynningum og verkefnum.
    • tengja efni áfangans samtíð sinni sem metið er með umræðum, prófum og verkefnum.
    Krossapróf, ritunarverkefni, heimildaritgerð, flutningur verkefna, umræður og hefðbundin skrifleg próf. Auk þess er jafningjamat og sjálfsmat notað.