Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428507443.44

    Líffræði
    NÁTT2LÍ05
    9
    náttúrufræði
    líffræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum grunnáfanga er farið í helstu viðfangsefni líffræðinnar ásamt því að kynna fjölbreytileika lífvera fyrir nemendum. Helstu efnisþættir eru: líffræði sem fræðigrein og undirflokkar hennar, helstu efni og efnaferlar í lífverum, bygging og starfsemi fruma, líffærakerfi líkamans, grundvallaratriði erfða og vistfræðinnar, æxlun, fjölbreytileiki og flokkun lífvera ásamt helstu kenningum um þróun lífs. Reynt að tengja líffræðina daglegu lífi og áhugasviði ungs fólks með það fyrir augum að auka áhuga þess og kynna því mikilvægi þekkingar á líffræði.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu flokkum efna í lífverum.
    • byggingu og starfsemi fruma.
    • helstu líffærakerfum líkamans.
    • grundvallarefnaskiptum líkamans.
    • helstu kenningum um erfðir og þróun.
    • grundvallaratriðum vistfræðinnar.
    • lífríki Íslands.
    • mikilvægi tilrauna og rannsókna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa gögn sem innihalda líffræðilegar upplýsingar í máli og myndum.
    • skoða lífverur í náttúrunni og í smásjá.
    • flokka lífverur og nota greiningarlykla.
    • átta sig á einföldum erfðamynstrum.
    • lesa í tengsl milli lífvera í umhverfinu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja þekkingu í líffræði við líkama okkar og daglegt líf sem metið er með verkefnum og prófum.
    • skilja tengsl lífvera og umhverfis og hvernig við getum haft áhrif á líffræðilegar hringrásir í umhverfi okkar sem metið er með verkefnum, verklegum æfingum og prófum.
    • ræða hvernig líffræðileg þekking nýtist til nýsköpunar t.d. í erfðatækni og læknavísindum sem metið er með verkefnum og umræðum.
    • tjá sig um umdeild mál í lífvísindum með gagnrýnum hætti sem metið er með kynningarverkefnum og umræðum.
    Námsmat byggir á ástundun nemenda sem metin er með tímasókn, verkefnavinnu, verklegum æfingum ásamt skriflegum prófum.