Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428935090.33

    Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag
    FÉLA2ES05(SB)
    39
    félagsfræði
    Einstaklingur, Fjölskyldan, Hugtök, Samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SB
    Um inngang að félagsfræði er að ræða. Nemendur kynnast greininni, helstu hugtökum hennar, kenningum, fræðimönnum og fjölskyldunni. Helstu sjónarhorn innan greinarinnar eru kynnt sem og þau vísindalegu vinnubrögð sem greinin tileinkar sér. Farið er yfir samspil einstaklings og samfélags frá nokkrum ólíkum sjónarhornum og aðferðafræði greinarinnar er kynnt. Helstu aðferðir og sjónarhorn eru notuð á ólík viðfangsefni innan samfélagsins eins og menningu, trú, fjölskyldunni, sambúð, félagslegum vandamálum, atvinnulífi, stjórnmálum, Alþingi, vinnumarkaðnum, viðskiptum og alheimssamfélaginu, svo eitthvað sé nefnt
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu fræðimönnum greinarinnar
    • áhrifum félagslegra þátta á líf nemanda og störf
    • áhrifum menningar
    • fjölskyldunni
    • rannsóknaraðferðum
    • atvinnulífi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina samhengið milli einkalífs og samfélags
    • beita helstu hugtökum greinarinnar á samfélagið
    • tjá sig á sem margbreytilegastan hátt um samfélag sitt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir helstu hugtökum greinarinnar og nýta sér kenningar hennar til að skoða félagsleg viðfangsefni á gagnrýnin hátt
    • greina samfélag sitt og félagslega þætti þess. Kynning, fyrirlestur, kappræður, umræðuverkefni
    • skoða málefni líðandi stundar
    Getur farið fram með margvíslegum hætti. Má þar nefna hlutapróf, lokapróf, kynningar, heima- og tímaverkefni, umræður, jafningjamat og sjálfsmat