Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429202760.95

    Rennismíði 4
    RENN3FF05
    2
    Rennismíði
    Frekari færni í tæknilegum útreikningum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum öðlast nemendur enn frekari færni í tæknilegum útreikningum sem notaðir eru við smíði á flóknum hlutum. Nemendur verða færir um að vinna sjálfstætt og geta unnið flókna smíðisgripi eftir teikningum. Þeir geta sótt sér upplýsingar varðandi vinnu sína á netinu. Nemendur skrifa greinargóðar verklýsingar fyrir stykki sem þeir hafa smíðað og fyrir aðra hluti sem þeir gætu þurft að smíða síðar.
    RENN3TÚ05 (REN3A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gerð verkáætlana fyrir tiltekin smíða- eða viðgerðarverkefni.
    • skilgreiningum á verkefnum.
    • gagnaöflun.
    • vinnsluröð (beiting rökhugsunar og flæðirita).
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta töflubækur, viðgerðarhandbækur og almennar leiðbeiningar um það verk sem á að vinna.
    • finna upplýsingar og annað skrifað efni um tiltekið verkefni.
    • velja smíðaefni og verkfæri sem henta hverju sinni.
    • velja vinnsluaðferðir fyrir hvert verkefni.
    • hanna verkferla ef um endurtekin verk er að ræða.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina verkefni með tilliti til verkferla og smíðakrafna.
    • nota töflubækur til að smíða samkvæmt stöðlum.
    • vinna samkvæmt verkáætlun.
    • velja harðmálmsverkfæri ásamt radíal, færslu og skurðarhraða.
    • velja rétt verkfæri sem henta hverju sinni.
    • renna og fræsa mismunandi yfirborð m.t.t. áferðarmerkinga.
    • þekkja vinnubrögð við rennsli og fræsingu á flóknum smíðisgripum.
    • Skrifa og vinna eftir verklýsingum.
    Verkefnavinna og próf. Leiðsagnarmat er notað eftir því sem kostur er.