Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429204412.48

    Rafsuða stálsmiða
    RAFS2ST05
    1
    rafsuða
    Stálsmiðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur kunna skil á helstu suðuaðferðum, efni og suðuvírum. Þeir geta metið aðstæður til rafsuðu og er ljóst hvernig gæta ber fyllsta öryggis við rafsuðu. Nemendur eru færir um að sjóða plötur í öllum suðustöðum (kverksuður) með pinnasuðu, samkvæmt staðlinum ÍST EN 287-1 (flokkur C). Færni miðast við kverksuðu og grunnatriði suðuferlis. Nemendur geta skráð grunnatriði suðuferlislýsingar. Þeir skulu ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 287-1.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu suðuaðferðum, afköstum þeirra, hagkvæmni og takmörkunum við mismunandi efnisþykktir og aðstæður (úti og inni).
    • eiginleikum mismunandi suða, s.s. styrk þeirra og hættu á suðugöllum.
    • mun á suðu með rið- og jafnstraum.
    • gildi ljósbogaspennu og tómgangsspennu.
    • staðli um mat á suðum og suðugöllum.
    • staðli um suðustöður og um hæfnisvottun suðumanna.
    • staðli um merkingu rafsuðuvíra.
    • staðli um merkingu stáls, t.d. ÍST EN 22 553 .
    • bruna og sprengihættu, reykflokkun rafsuðuvíra og mikilvægi góðrar loftæstingar.
    • mismunandi uppbyggingu stáls m.t.t suðuhæfni.
    • framleiðslu hrájárns og stáls.
    • muninum á óþéttu, þéttu og hálfþéttu stáli.
    • grunnatriðum í málmfræði stáls.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • grunnatriðum í málmfræði stáls.stilla upp og sjóða samkvæmt ferillýsingu.
    • sjóða kverksuður í PB, PF og PG suðustöðum.
    • stilla suðuvél og velja víra samkvæmt suðuferlum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgja eftir munnlegum og skriflegum fyrirmælum.
    • sjónmeta suður samkvæmt staðli ÍST EN 287-1.
    • mæla mál suðu.
    • túlka staðlaðar merkingar pinnasuðuvíra.
    • meta slysa- og brunahættu vegna vinnu sinnar.
    • finna í handbókum og á netinu upplýsingar um mismunandi efniseiginleika stáls m.t.t. suðuhæfni.
    • meta hvort ástæða sé til að beyta hitameðferð m.t.t. kolefnisjöfnunar.
    Námsmat byggir á verkefnavinnu og prófum þar sem leiðsagnarmat er nýtt eins og kostur er.