Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429528329.71

    Íslenskugrunnur 1
    ÍSLE1LT05
    59
    íslenska
    lestur, málfræði, ritun, stafsetning, tjáning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Farið er í undirstöðuatriði íslenskrar málfræði, stafsetningar, ritunar og lesturs til þess að undirbúa nemendur undir frekara nám í framhaldsskóla. Einnig eru nemendur þjálfaðir í framkomu og tjáningu. Þetta er fyrri áfangi af tveimur í undirbúningsnámi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íslensku máli
    • helstu málfræðihugtökum
    • mismunandi málsniði og ritreglum sem þeim fylgja
    • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
    • stafsetningu og greinamerkjasetningu
    • mismunandi lestraraðferðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa til að þjálfa lesskilning sinn og bæta leshraða
    • nýta algengustu hugtök í málfræði til að bæta eigin málfærni
    • nota orðabækur og önnur hjálpargögn við námið
    • draga saman aðalatriði í ritmáli
    • taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rita texta sem nýtist í áframhaldandi námi í íslensku ...sem er metið með... verkefnavinnu og prófum
    • rita texta óhindrað með málfræðilega réttu orðalagi ...sem er metið með... verkefnavinnu og prófum
    • auka læsi ...sem er metið með... verkefnavinnu og prófum
    • auka öryggi sitt í stafsetningu og greinamerkjasetningu ...sem er metið með... verkefnavinnu
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Skriflegt lokapróf.