Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429545508.56

    Vinnustaðarnám 1 - Vinnumarkaður
    VINS1RV10
    6
    vinnustaðanám
    réttindi og skyldur, vinnumarkaður
    Samþykkt af skóla
    1
    10
    Áfanginn byggir á að nemendur öðlist þekkingu og færni á hinum almenna vinnumarkaði. Nemendur sem eru í starfi, meðfram námi, hafa tök á að sækja þennan áfanga. Áfanginn byggir á vinnuframlagi nemandans á vinnustað og verkefnum sem tengjast vinnumarkaði sem og reglulegum dagbókarskrifum. Skólinn hefur frumkvæði að því að koma á þríhliða samkomulagi nemanda, vinnustaðar og skóla um framkvæmd og tilhögun áfangans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • umhverfi vinnumarkaðarins
    • þeim kröfum sem gerðar eru á vinnumarkaði
    • samskiptum við yfirmenn sína og hlutverkum þeirra
    • aukinni hæfni í starfi sínu
    • lífeyrissjóðum
    • mikilvægum öryggisreglum og aðbúnaði
    • upplýsingum á launaseðli
    • kjarasamningum
    • stéttarfélagi
    • hlutverkum yfirmanna
    • rétti sínum á vinnumarkaði
    • trúnaðarmanni og hluverkum hans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • átta sig á þeim kröfum sem gerðar eru á vinnumarkaði
    • greina samskipti við yfirmenn sína og hlutverk þeirra
    • greina hlutverk lífeyrissjóða
    • þekkja mikilvægi öryggisreglna og greina nauðsynlegan aðbúnað
    • lesa launaseðil
    • lesa kjarasamning
    • þekkja rétt sinn á vinnumarkaði
    • þekkja lögbundin hlutverk atvinnurekandans gagnvart starfsfólki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa aðstæður á vinnumarkaði
    • hafa grunnþekkingu á sínum réttindum og skyldum á vinnumarkaði
    • öðlast metnað til að standa sig vel í sínu starfi
    • geta greint sinn launaseðil
    • þekkja hlutverk síns stéttarfélags og hvað felst í kjarasamningi
    • þekkja hlutverk og skyldur yfirmanna, trúnaðarmanna, öryggistrúnaðarmanna og fleiri lykilpersóna á sínum vinnustað
    Dagbókarskil á tveggja vikna fresti alla önnina auk skriflegra verkefna sem skal skila þrisvar sinnum. Ekki er mæting í kennslustundir en viðtöl á milli nemanda og kennara eiga sér stað þrisvar sinnum yfir önnina og fer eitt þeirra fram á vinnustað nemenda. Einnig þarf að skila starfsvottorði, undirskrift vinnuveitanda og klára VR-skóla lífsins á heimasíðu hans.