Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429546434.77

    Vinnustaðarnám 2 - Starfsmaður
    VINS1SF15
    7
    vinnustaðanám
    ferilskrá, starfsmaðurinn
    Samþykkt af skóla
    1
    15
    Áfanginn byggir á að nemendur öðlist meiri þekkingu og færni á hinum almenna vinnumarkaði. Sérstök áhersla er á að kynna gerð ferilskrár og hvað skiptir máli við umsókn um vinnu og sýna þannig fram á mikilvægi þess að skrá skipulega upplýsingar um starf sitt á vinnumarkaði. Nemendur sem eru í starfi, meðfram námi, hafa tök á að sækja þennan áfanga. Áfanginn byggir vinnuframlagi nemandans og verkefnum sem tengjast vinnumarkaði sem og reglulegum dagbókarskrifum.
    VINS1RV10
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • umhverfi vinnumarkaðarins
    • þeim kröfum sem gerðar eru á vinnumarkaði
    • samskiptum við yfirmenn sína og hlutverkum þeirra
    • aukinni hæfni í starfi sínu
    • gerð ferilskrár
    • starfsmannastefnu síns vinnustaðar og starfsmannahandbók
    • grunnreglum um hvað ber að hafa í huga þegar sótt er um starf
    • góðum starfsmanni
    • starfslýsingu starfsmanna/mannauðsstjóra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina þarfir vinnumarkaðsins
    • eiga samskipti við yfirmenn sína
    • gera ferilskrá og kynningarbréf þegar sótt er um starf
    • þekkja mikilvægi góðrar starfsmannastefnu og vinnuanda
    • bera sig rétt að þegar sótt er um starf
    • þekkja hvað einkennir góðan starfsmann
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sækja um það starf sem hann óskar sér
    • byggja upp ferilskrá og skrifa kynningarbréf
    • byggja upp góðan vinnuanda á vinnustað
    • greina stöðuna á vinnumarkaði
    • þekkja mikilvæga þætti starfsmannastefnu vinnustaðar
    Dagbókarskil á tveggja vikna fresti alla önnina auk skriflegra verkefna sem skal skila tvisvar sinnum. Ekki er mæting í kennslustundir en viðtöl á milli nemanda og kennara eiga sér stað þrisvar sinnum yfir önnina og fer eitt þeirra fram á vinnustað nemenda. Einnig þarf að skila starfsvottorði, undirskrift vinnuveitanda og klára VR-skóla lífsins á heimasíðu hans.