Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429605694.91

    Fjallamennska 1 - Almenn atriði
    FJAL1AA12
    1
    fjallanám
    Almenn fjallamennska
    Samþykkt af skóla
    1
    12
    Áfanginn er fjallamennskuáfangi, þar sem kenndir eru fjölmargir undirstöðuþættir tengdir fjallamennsku og gönguferðum hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Farið er yfir skipulag ferða, undirbúning og almenn öryggisatriði. Helsti búnaður til gönguferða og klifurs er kynntur og grunnatriði æfð í notkun og meðferð hans. Nemandinn kynnist hópstarfi og hópstjórnun og viðurkenndum leiðum til að ná bættum árangri í vinnu með hópi fólks. Lögð er áhersla á að kynna þá fjölbreyttu möguleika til útivistar og náttúruskoðunar sem eru nærtæk og í boði og mynda tengsl við fyrirtæki, félagsskap og stofnanir í nærumhverfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnþáttum varðandi skipulag ferða
    • búnaði til fjallamennsku og tjaldferða
    • aðhlynningu í lengri ferðum
    • nauðsynlegum öryggisbúnaði
    • eigin styrkleika og takmörkunum
    • mismunandi aðstæðum
    • mikilvægi hópstjórnunar
    • tækifærum til fjallamennsku og hollrar útivistar í nærumhverfi sínu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning ferða
    • rata með hjálp áttavita
    • huga vel að sjálfum sér og öðrum í lengri tjaldferðum
    • velja staði til að þvera straumvatn
    • nota algengasta búnað og helstu hnúta við sig og klifur
    • velja klifurleið við hæfi og meta hvaða búnað þarf
    • meta aðstæður úti í íslenskri náttúru
    • finna samstarfsaðila og tengiliði í nærumhverfi sínu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útbúa raunhæfa ferðaáætlun fyrir styttri ferðir
    • rata af öryggi með hjálp áttavita
    • geta tekið ákvarðanir miðað við staðhætti og aðstæður
    • velja og nota viðeigandi búnað á hverjum stað
    • taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
    • velja heppilegasta samstarfsaðila eða tengilið í nærumhverfi sínu
    • undirbúa, fara í, skrá og meta eigin ferð
    Símat þar sem verkefni, frammistaða í ferðum og önnur viðfangsefni verða metin jafnt og þétt yfir önnina. Leiðsagnarmat þar sem áhersla er lögð á að umsagnir og eftirfylgni í framhaldinu leiði nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.