Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429606712.71

    Nýsköpun og rekstur
    FRUM1NR05
    6
    frumkvöðlafræði
    hugmyndafræði nýsköpunar, rekstur fyrirtækja, viðskiptaáætlun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Unnið er með hugtakið frumkvöðull og hvað í því felst. Einnig er lögð inn grunnþekking í rekstri lítilla fyrirtækja. Nemendur fá að vinna með nútímatækni og hugbúnað og kynnast fjölbreyttum möguleikum sem þar bjóðast. Markmiðið er að nemendur fái innsýn í heim tækifæra og verði meðvitaðir um að til eru færar leiðir við að útfæra hugmynd og gera að veruleika.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtakinu frumkvöðull, helstu einkennum þess og helstu frumkvöðlum samtímans
    • helstu tólum og tækjum sem þarf til að standa að rekstri fyrirtækja
    • vöruþróun og fjármögnun fyrirtækja og hugmynda
    • helstu aðferðum í markaðssetningu, auglýsingagerð og mátt umfjöllunar
    • helstu hugtökum í fyrirtækjarekstri
    • nýsköpun
    • persónumiðaðri framleiðslu, stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og styrk nýsköpunar
    • stafrænni tækni, frjálsum hugbúnaði og Fab Lab smiðju
    • tæknilæsi og almennri tæknivitund.
    • samkeppnishæfni á sviði nýsköpunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna að hugmyndum, koma þeim í framkvæmd og stofna lítið fyrirtæki
    • láta reyna á hugmyndir
    • finna helstu einkenni frumkvöðla og frumkvöðlafyrirtækja
    • leita fjármagns og að setja upp hugmyndir sem laða að fjárfesta
    • nýta sér sölutækni og helstu hugtök markaðsfræði
    • setja sig inn í helstu lög og reglur í kringum fyrirtækjarekstur
    • efla samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja, menntastofnana og nemenda
    • nýta Fab Lab hugmyndarfræði og stafræn kerfi
    • nýta sér Fab Lab í hugmyndarvinnu og vöruþróun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa stofnun lítils fyrirtæki
    • fara í hugmyndavinnu og áætlanagerð
    • útfæra hugmyndavinnu og vöruþróun með aðstoð Fab Lab
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Verkefnavinna.