Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429639617.2

    Skipstjórn Smáskip
    SKIP2SK06(FT)
    1
    Skipstjórn Smáskip
    Sjómennska
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    FT
    Nemandi getur annast skipstjórn á smáskipum með öruggum hætti við allar raunhæfar aðstæður að loknum tilskildum siglingatíma. Lögð er sérstök áhersla á öryggismál með tilliti til búnaðar skips, veðurs og sjólags. Jafnframt skal verkaskipting og samstarf skipstjóra og vélavarðar vera skýr, sbr. áfangalýsingu um vélgæslu – smáskip. Nemandi öðlast réttindi sem skipstjóri á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd sbr. reglugerð nr. 175, 22. febrúar 2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum: „6. gr.: Smáskipanám. Sá sem lokið hefur smáskipanámi samkvæmt reglugerð þar um hefur öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum, eftir 12 mánaða siglingatíma (Smáskipaskírteini).“
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Skipið: (skip og vélbúnaður samsvarar í meginatriðum áfanganum vélgæsla – smáskip þótt ekki sé farið jafnýtarlega í einstök þekkingaratriði): Helstu gerðum íslenskra smábátaframleiðenda og reynsla af þeim. Stöðugleika: Hleðslu, veltihættu, fríborð. Reglum sem gilda um smáskip varðandi vatnsþétta niðurhólfun og afleiðingar þess ef leki kemur að skipi. Akkerisbúnaði, legufærum og dráttarbúnaði. Ráðstöfunum sem tryggja að sjór komist ekki í vatnsþétt rými eða safnist á þilfar. Austursop og viðbrögð ef leki kemur að skipi. Vélbúnaði sem tengist aðbúnaði áhafnar; neysluvatni, upphitun og loftræsingu.
    • Vél:Helstu bilunum sem verða í vélum smáskipa og fyrirbyggjandi ráðstafanir. Varahlutir og verkfæri sem hafa ber um borð.
    • Drifbúnaður og stýri: Helstu bilunum sem verða í drifbúnaði og stýri og fyrirbyggjandi ráðstafanir.
    • Rafkerfi: Helstu bilunum í rafkerfum og viðbrögð við þeim. Fyrirbyggjandi ráðstafanir. Ljósabúnaði og notkun hans. Neyðarrafkerfi, virkni þess og notkun.
    • Vökvakerfi: Viðhaldi vökvakerfa og öryggisatriðum.
    • Vákerfi og öryggismál smábáta: Slökkvikerfum, tegundum kerfa, notkun, eftirliti og viðhaldi. Lekaleit. Austurkerfi: viðhaldi og prófumi á síum, dælum og lokum. Lögboðnum öryggistækjum um borð: flotgallar, gúmbátur, neyðarblys, sjúkrakassi, neyðar- og öryggisfjarskiptabúnaður.
    • Veiðarfæri: Uppbygging og virkni handfærarúlla, línuspila, netaspila, togspila og netaleggjara.
    • Reglugerðum: Reglum um skoðanir og lögbundið eftirlit. Norðurlandareglum um öryggis- og björgunarbúnað smáskipa.
    • Umhverfismál: Meðferð á úrgangsolíu sorpi. Tilkynningarskyldu vegna tapaðra veiðarfæra. Tilkynningarskyldu vegna olíuleka.
    • Vetrargeymsla og landflutningar: Flutningsvögnum fyrir báta. Beisli, bremsur, ljós, merkingar, speglar og akstur. Frágangi vélar og skrokks í höfn og í nausti. Innbrots- og þjófavörnum. Hættu á frostskemmdir og varnir. Ástandskönnun, sjósetningu og prufukeyrslu eftir geymslu.
    • Siglingafræði: Fjarskiptatæki, ratsjá og GPS. Dýptarmælar.
    • Tilkynningaskylda. Strandsiglingar, sjókort, hafnir og vitar. Sjávarföll og hafstraumar. Tímaáætlanir sjóferða og siglinga. Samlíkir.
    • Siglingareglur: Siglingaljós, mætingar, framúrsigling. Ljós- og hljóðmerki. Neyðarbendingar.
    • Veðurfræði og sjólag: Aðgangi að veðurupplýsingum, veðurspám og sjólagi. Hættum af völdum ísingar. Hafstraumum og sjávarföllum á siglingaleiðum smábáta og veiðislóðum við Ísland.
    • Fisktækni (samsvarar í meginatriðum áfanganum Fisktækni I):
    • Veiðafæri (samsvarar í meginatriðum þeim hluta áfangans „Fiskur, haf og sjómennska“ sem fjallar um veiðafæri):
    • Reglum um smáskipanám. Réttindum sem smáskipanám veitir eftir tiltekinn siglingatíma og ákvæðum um hámarksstærð skips.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Ganga úr skugga um að skip sé sjóklárt með tilliti til ástands á skrokk, vélbúnaði, vákerfum, akkerisbúnaði, legufærum og dráttarbúnaði.
    • Meta ástand vélbúnaðar sem tengist aðbúnaði áhafnar.
    • Meta ástand veiðarfæra og annars búnaðar á dekki áður en lagt er í veiðiferð.
    • Fara að reglum um umhverfismál.
    • Flytja skip á landi og koma því fyrir í nausti eða vetrarlægi af öryggi.
    • Fara að reglum um tilkynningaskyldu og önnur samskipti á sjó.
    • Fara að siglingareglum.
    • Stefna hvorki áhöfn né skipi í hættu af völdum hleðslu, sjólags og veðurs.
    • Bregðast rétt og af yfirvegun við hættuástandi á sjó.
    • Afla upplýsinga um sjólag og veðurhorfur hjá staðkunnugum sjómönnum.
    • Afla upplýsinga um sjólag og veðurhorfur hjá Veðurstofu og staðkunnugum sjómönnum.
    • Fara að reglum og kröfum um meðferð afla.
    • Útbúa og fara eftir þrifaáætlun um skip og veiðafæri.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Annast skipstjórn á smáskipum með öruggum hætti við allar raunhæfar aðstæður.
    • Ganga úr skugga um sjóhæfni og öryggi áhafnar og skips með tilliti til vélbúnaðar, vákerfa, sjó- og veðurlags.
    • Hafa samstarf og samráð við vélavörð um mat á sjóhæfni skips og ástandi vélbúnaðar.
    • Virða umhverfi, aflatakmörk og ganga vel um afla.