Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429712811.17

    Frítímafræði
    TÓMS2LV05
    4
    tómstundir
    heilbrigði, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, sjálfbærni, sköpun, virkni, ábyrgð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um hlutverk og ábyrgð þeirra sem starfa á vettvangi frítímans og tengsl þeirra við aðrar starfsstéttir á sama vettvangi. Fjallað er um hlutverk leiðtoga og stjórnenda í frístundastarfi. Nemendur kynnast kenningum um hópastarf og félagsmótun þar sem lögð er áhersla á samskipti innan hópa og hvaða áhrif hópar hafa á einstaklinga. Kynnt er hugmyndafræði jafningjastarfs og lýðræðislegra vinnubragða. Nemandi lærir grunnatriði í verkefnastjórnun, markmiðasetningu og tímastjórnun. Nemendur fá innsýn í þær aðferðir sem notaðar eru til að fá mismunandi stofnanir/hópa innan hverfis/sveitarfélags til að vinna saman að ákveðnum málum, s.s. forvörnum, útivistarátaki og hverfahátíðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverki og ábyrgð starfsfólks í frístundastarfi
    • kenningum um hópastarf og félagsmótun.
    • helstu hugtökum og markmiðum siðfræðinnar og hvernig þau tengjast hlutverki og ábyrgð starfsfólks í frístundastarfi.
    • eiginleikum og hlutverki leiðtoga og stjórnenda í frístundastarfi.
    • lýðræðislegum starfsháttum.
    • grunnatriðum verkefna- og tímastjórnunar.
    • gerð áætlana fyrir frístundastarf.
    • hugmyndafræði íbúasamstarfs.
    • mikilvægi þess að þekkja bæði styrkleika og veikleika sína í vinnu við verkefni í frístundastarfi.
    • hlutverki leiðtoga og stjórnenda í frístundastarfi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hafa áhrif á samskipti innan hópa.
    • koma jákvæðum boðskap inn í hópastarf.
    • afla upplýsinga um starf sitt og verkefni sem unnið er að.
    • búa til flæðirit til verkefnastjórnunar.
    • nota algengar aðferðir til tímastjórnunar.
    • afla upplýsinga um þarfir mismunandi hópa fyrir frístundastarf.
    • gera áætlanir um þemaverkefni og annað frístundastarf fyrir mismunandi hópa fólks.
    • kynna verkefni í frístundastarfi.
    • semja markmið fyrir mismunandi verkefni og hópa á vettvangi frítímans.
    • setja upp einfalda fjárhagsáætlun fyrir verkefni í frístundastarfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla upplýsinga um félagsstarf í frítíma á ákveðnu svæði og koma með hugmyndir að nýjum verkefnum í samráði við hagsmunaaðila sem metið er með hópaverkefni, kynningu og umræðum.
    • búa til raunhæfa áætlun um verkefni í frístundastarfi sem ætlað er fyrir tiltekinn hóp fólks sem metið er með skriflegri áætlun og kynningu.
    • kynna frístundastarf bæði fyrir hugsanlegum samstarfsaðilum og þátttakendum sem metið er með skriflegri áætlun, leiðsagnamati og kynningu
    • vinna þemaverkefni eða annað frístundastarf sem ætlað er fyrir tiltekinn hóp fólks sem metið er með hópavinnu, skýrslu og kynningu
    • leiða saman mismunandi einstaklinga, hópa og stofnanir til að starfa saman að ákveðnum verkefnum fyrir frístundastarf sem metið er með kynningu, verkefni og umræðum.
    • skýra hlutverk og ábyrgð starfsfólks í frístundastarfi og tengsl þess við aðrar starfsstéttir á sama sviði sem metið er með leiðsagnarmati og verkefni.
    • nota styrkleika sína í vinnu við verkefni í frístundastarfi sem metið er með sjálfsmati og verkefni.
    • beita grunnatriðum í verkefnastjórnun, markmiðasetningu og tímastjórnun sem metið er með verkefni.
    Námsmat er byggt á, einstaklingsverkefnum, hópverkefnum, kynningum og skýrslum. Lögð er áhersla á hagnýt og raunveruleg verkefni. Hluti námsmatsins byggir á umræðum, leiðsagnarmati og jafningjamati.