Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429813351.35

    Vélgæsla. Smáskip
    VÉLS2SV04(FT)
    1
    Vélstjórn
    Skip, kerfi, vél, öryggi
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    FT
    Námið er til undirbúnings starfs við vélgæslu á smáskipum Lögð er áhersla á öryggismál og skipulega yfirferð á vélbúnaði skips áður en lagt er í siglingu. Sérstaklega skal verkaskipting og samstarf vélavarðar og skipstjóra vera skýr. Að vélgæslunámi og námsmati loknu öðlast nemandi rétt sem vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd og með vélarafl 750 kW eða minna. (Skírteini: Smáskipavélavörður (SSV).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Skipð: Helstu gerðum íslenskra smábátaframleiðenda og reynslu af þeim. Stöðugleika: Hleðslu, veltihættu, fríborð. Reglum sem gilda um smáskip varðandi vatnsþétta niðurhólfun og afleiðingar þess að leki kemur að skipi. Akkerisbúnaði, legufærum og dráttarbúnaði. Ráðstöfunum sem tryggja að sjór komist ekki í vatnsþétt rými eða safnist á þilfar. Austursopum og viðbrögðum ef leki kemur að skipi. Vélbúnaði sem tengist aðbúnaði áhafnar; neysluvatni, upphitun og loftræsingu.
    • Vél:Algengum gangtruflunum og bilunum í vélbúnaði smáskipa og viðbrögðum við þeim, bæði við bryggju og á sjó.Vinnumáta vélar; uppbyggingu dísilvéla ásamt einstökum vélahlutum; stimplum, sveifarásum, lokum, stimpilstöngum, strokkfóðringum og strokklokum. Afgaskerfi; virkni afgasblásara, skolloftskæla og skermun á heitum afgasgreinum.Eldsneytiskerfi; eldsneytisgeymum, vatnsskilju, síum, dælum, eldsneytislokum og lögnum. Lofttæmingu, bilanaleit og umhirðu eldsneytiskerfis. Smurkerfum; vali og umhirða á smurolíu og síubúnaði, smurolíudælum, smurolíukælum og ferli smurolíu. Kælikerfum; helstu gerðum kælikerfa, utanáliggjandi kælum, innanborðskælum, tæringavörnum, vatnslás og kælivatnshitastigi, hlutverki varnarskauta í kælikerfum, kælivatnsdælum, lokum og efni í lokum. Keyrslu véla; ástimpluðum stærðum á vélum, varmayfirlestun véla, eyðslukúrfum, skrúfulínuritum og mælum sem fylgjast þarf með þegar vélar eru keyrðar.
    • Drifbúnaður og stýri:Helstu bilunum sem verða í drifbúnaði og stýri. Gírum; helstu gerðum gíra, niðurfærslugíra, hældrifa, skiptigíra. Gírolíu og umhirðu gíra.Skrúfu; föstum skúfum, skiptiskrúfum, umgengni við skrúfur og helstu viðgerðum.Stýri; Stýrisvél og umhirðu hennar, helstu gerðum stýrisvéla og stýristjakka, stýrisblaði og frágangi þess.Neyðarstýrisbúnaði.
    • Rafkerfi:Helstu bilunum í rafkerfum og viðbrögðum við þeim. Tengingu kerfis; einlínumyndum af rafkerfum bátsins, tengingum, frágangi og umhirðu kerfa. Rafkerfum fyrir handfærarúllur; einlínumyndum og tengingum á algengustu tegundum handfærarúlla.Rafgeymum; uppbygging þeirra, umhirðu, rað- og hliðtengingu, varúðarráðstöfunum, hleðslu og afhleðslu. Startara; uppbyggingu og tengingum.Glóðarkertum; helstu gerðum glóðakerta. Öðrum aðferðum til upphitunar lofts við gangsetningu.Riðspennukerfi, 230 V; riðspennukerfi í smáskipum. Hættum við slík kerfi og algengustu truflunum þeim.Ljósabúnaði og notkun hans. Neyðarrafkerfi.
    • Vökvakerfi:Helstu bilunum sem verða í vökvakerfum.Virkni vökvakerfa; tjökkum, lögnum, síum, dælum og lokum. Vökvageymum, síum, geymslu vökva. Viðhaldi vökvakerfa og öryggisatriðum.
    • Vákerfi og öryggismál smábáta: Slökkvikerfum; tegundum kerfa, notkun, eftirliti og viðhaldi. Lekaleit. Austurkerfi; viðhaldi og prófunum á síum, dælum og lokum. Lögboðnum öryggistækjum um borð; flotgöllum, gúmbát, neyðarblysum, sjúkrakassa, neyðar- og öryggisfjarskiptabúnaði.
    • Varahlutir og verkfæri um borð: Nauðsynlegum varahlutum á siglingu, meðferð þeirra og geymslu um borð. Handverkfærum um borð, notkun þeirra og umhirða.
    • Reglubundið viðhaldi vélbúnaðar: Handbókum algengustu véla í smáskipum hérlendis. Þjónustuaðilum og umboðsmönnum helstu smáskipavéla hérlendis og samskiptum við þá. Gátlistum sem stuðst er við fyrir sjósetningu og sjóferð um eftirlit, gangsetningu og prófanir. Gátlistum fyrir verkfæri, varahluti og olíur sem hafa skal til taks á sjó.
    • Veiðafæri: Uppbyggingu og virkni handfærarúlla, línuspila, netaspila, togspila og netaleggjara.
    • Reglugerðum: Reglugerðum um vélakerfi smáskipa. Reglugerðum um rafkerfi, vélakerfi og mengun sjávar. Reglum um skoðanir og lögbundið eftirlit. Norðurlandareglum um öryggis- og björgunarbúnað smáskipa.
    • Umhverfismál: Meðferð á úrgangsolíu og sorpi. Tilkynningarskyldu vegna tapaðra veiðarfæra. Tilkynningarskyldu vegna olíuleka.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skipið: Ganga úr skugga um að skip sé sjóklárt með tilliti til ástands á skrokki, akkerisbúnaðar, legufæra og dráttarbúnaðar. Meta ástand vélbúnaðar sem tengist aðbúnaði áhafnar.
    • Vél: Ganga úr skugga um að skip sé sjóklárt með tilliti til eldsneytiskerfis, smurkerfis, kælikerfis. Kanna stöðu á eldsneyti og smurolíum ásamt ástandi á síum. Prufukeyra vél fyrir siglingu.
    • Drifbúnaður og stýri: Kanna ástand á gír, skrúfu og stýri fyrir siglingu. Rafkerfi: Kanna ástand rafkerfis, athugar rafgeyma og ljósabúnað fyrir siglingu.
    • Vökvakerfi:Meta ástand og virkni vökvakerfa.
    • Vákerfi og öryggismál: Ganga úr skugga um að öll öryggiskerfi skipsins virki sem skyldi og að um borð finnist öll lögboðin öryggistæki og búnaður.
    • Algengar bilanir og viðbrögð: Bregðast við bilunum í kerfum skipsins á réttan hátt.
    • Varahlutir og verkfæri: Tryggja að um borð finnist öll nauðsynleg verkfæri og varahlutir. Reglubundið viðhald: Annast reglubundið, yrirbyggjandi viðhald á öllum kerfum skipsins.
    • Veiðafæri: Tryggja gott ástand vélbúnaðar fyrir veiðafæri.
    • Umhverfismál: Ábyrgjast rétta meðhöndlun á úrgangi frá vél og annarri starfsemi um borð.
    • Vetrargeymsla: Ganga tryggilega frá skipinu til geymslu í höfn eða nausti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Starfa sem vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd og með vélarafl 750 kW eða minna. (Skírteini: Smáskipavélavörður (SSV).
    • Skilgreina og fylgja verkaskiptingu og reglum um samstarf vélavarðar og skipstjóra.
    • Vera dómbær á sjóhæfni og öryggi áhafnar og skips með tilliti til vélbúnaðar og vákerfa.
    • Meta viðgerða- og viðhaldsþörf fyrir vélbúnað skips, hvort eða hvenær nauðsyn ber til að kalla á sérfræðinga til viðhalds og viðgerða.
    • Hafa samstarf og samráð við skipstjóra um mat á sjóhæfni skips og ástand vélbúnaðar.