Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430132021.46

    Jöfnur, föll og líkindareikningur
    STÆR2JF05
    102
    stærðfræði
    föll, jöfnur og ójöfnur, líkindareikningur og tölfræði, rauntalnakerfi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lagður grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og fallhugtakinu ásamt góðri færni í algebru. Fjallað er um ýmsar gerðir jafna , ójafna og algebru. Þessu til viðbótar er farið sérstaklega í líkindareikning og tölfræði.
    STÆR2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum og reglum í margliðureikningi
    • bókstafareikningi (algebru)
    • annars stigs margliðu og annars stigs jöfnu
    • margliðum og ræðum föllum
    • grunnfærni í líkindareikningi og tölfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • frumþátta tölur og vinna með almenn brot og tugabrot
    • nota undirstöðureglur talna- og bókstafareiknings til einföldunar stærðatákna
    • vinna með grafísk forrit til að leysa ýmis reikningsleg viðfangsefni
    • meta eða finna líkur á ýmsu sem kemur fyrir í daglegu lífi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega og geta rætt þær og rökstutt við aðra
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • vinna með mismunandi verkefni tengd margliðum
    • greina tölfræðigögn og vinna með þau í raunverulegum verkefnum
    • nota vaxtareikning í tengslum við raunveruleg viðfangsefni
    Meðaltal heimadæma (30%) Meðaltal kaflaprófa (50%) Meðaltal smærri skila- og tímaverkefna (15%) Mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum (5%) Ath: Einkunn í prófahluta þarf að vera 4,5 eða hærri til þess að aðrir hlutar gildi.