Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430323537.4

    Hugmynda- og menningarsaga
    SAGA3HM05
    47
    saga
    Hugmynda- og menningarsaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í þessum áfanga eiga nemendur fjalla um valdar hugmyndir frá því í áradaga og fram til nútímans og hvernig slíkar hugmyndir hafa haft áhrif á samtíma og menningu hverju sinni. Lögð verður áhersla á hugmyndir í heimspeki og félagsvísindum en einnig á að skoða einkenni helstu listastefna og áhrif þeirra. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Í þessum áfanga er fjallað sérstaklega á einhverjum tíma um alla grunnþættina í umræðu um þróun hugmyndafræði og kenninga sem grunnþættirnir byggja á.
    SAG1FM03, SAG2ND03 og SAGA2NT04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kenningum í heimspeki og félagsvísindum
    • helstu stefnum í listum og menningu
    • áhrifum hugmyndafræði og menningar á umhverfi, samtíma og þróun sögunnar
    • samhengi hugmyndafræði og menningar við Ísland nútímans, það umhverfi sem nemandinn kemur úr
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og túlka sagnfræðilegan texta á íslensku og einnig á ensku
    • vinna sjálfstætt við öflun heimilda, nýta sér fjölbreyttar tegundir þeirra og meta gildi þeirra og áreiðanleika
    • nota ólík miðlunarform fyrir söguleg efni; t.d. skrifa ritgerðir og blaðgreinar, útbúa þátt fyrir útvarp eða sjónvarp og undirbúa og flytja fyrirlestur fyrir jafningja sína
    • ganga frá heimildaritgerð á þann hátt að hún væri með litlum lagfæringum tæk til birtingar
    • beita gagnrýninni hugsun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma söguskilningi og söguþekkingu á framfæri með fjölbreyttum hætti
    • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
    • sýna umburðarlyndi og víðsýni í umfjöllun um söguleg viðfangsefni
    • meta fréttir og fréttatengt efni um hugmyndafræði og menningu og geta á auðveldan hátt tengt það við þekkingu sína eða aflað sér upplýsinga til að mynda gagnrýna skoðun á því sem er í umræðunni hverju sinni
    • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra
    Námsmat er símat án sérstaks lokaprófs. Beitt er jöfnum höndum hefðbundnu mati og óhefðbundnu og fjölbreyttum matsaðferðum. Þekkingin er metin fyrst og fremst með lotuprófum úr afmörkuðum efnisþáttum og verkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er einkum metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningi eigin texta, skilningi á lesnum texta og jafningjamati. Við mat á leikni við ritgerðarsmíð er beitt leiðsagnarmati þar sem kennarinn fylgist með tilurð ritgerðarinnar, les hana tvisvar fullgerða og nemandinn leiðréttir milli lokalestranna. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara, hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna og sjálfsmati nemenda. Sérstök áhersla er lögð á að meta hæfni nemenda við ritun, bæði á prófum, í verkefnum og við ritun og frágang á heimildaritgerð.