Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430331850.53

    Stærðfræði: Föll, markgildi og afleiður
    STÆR3VV05(FB)
    87
    stærðfræði
    Föll, markgildi og afleiður
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Viðfangsefni áfangans eru föll: Veldisföll, vísisföll, lograföll, andhverf föll, margliðuföll, ræð föll, samskeytt föll, eintæk-, átæk- og gagntæk föll. Markgildi og afleiður: Markgildishugtakið, skilgreining á afleiðu falls og helstu reiknireglur. Afleiður veldisfalla, vísisfalla, lografalla og hornafalla. Samfeldni, aðfellur, hagnýting afleiðu við könnun falla.
    STÆR2MM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • föllum, veldisföllum, vísisföllum, lograföllum og hornaföllum
    • ýmsum formúlum og sönnunum þeirra
    • samskeytingu falla og andhverfu falls
    • markgildum falla og samfeldnihugtakinu
    • helstu tegundum aðfellna
    • skilgreiningu á afleiðu
    • helstu reiknireglum afleiðu
    • afleiðum falla og hvaða upplýsingar afleiða falls gefur um feril þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að takast á við margbreytileg viðfangsefni stærðfræðinnar og horfa á viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum
    • tengja eldri þekkingu við nýja þekkingu
    • varpa ljósi á verkefni með góðum skýringarmyndum þegar það á við og segja „sögu“ verkefnis frá upphafi til enda
    • beita táknmáli stærðfræðinnar
    • tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli
    • skilja sannanir og fylgja röksemdafærslu
    • vinna með vísis- og lograföll með mismunandi grunntölu
    • nota markgildi og skilgreiningu á afleiðu falls
    • finna afleiður falla og nota við könnun þeirra
    • teikna gröf falla og kanna samfeldni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
    • beita voldugu táknmáli stærðfræðinnar sem er mjög mikilvæg viðbót við hið venjulega tungumál og gerir það að öflugu tjáningartæki
    • temja sér góða framsetningu og skipulögð vinnubrögð
    • lesa, skrifa og tjá sig í töluðu máli um efnisatriði sem tengjast stærðfræði með beinum eða óbeinum hætti
    • átta sig á viðfangsefnum verkefna og þeim skilyrðum sem sett eru fram
    • einfalda verkefni sem við fyrstu sýn virðast flókin
    • orða hlutina með öðrum og e.t.v. skiljanlegri hætti
    • átta sig á lykilatriðum og greina hismið frá kjarnanum
    • nýta sér hliðstæður við verkefnaúrlausnir og beita samskonar lausnaraðferðum þegar það á við
    • beita ágiskun byggðri á innsæi því hún getur opnað dyr sem voru lokaðar og beint verkefni í réttan farveg
    Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta og taki mið af þekkingar-, leikni- og hæfni viðmiðum áfangans. Skriflegar æfingar eru í hverri viku alla önnina sem nemendur skila einir eða í hóp. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.