Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430835743.72

    Upplýsinga- og gagnamiðlun
    MMUP4UV12
    2
    Upplýsinga- og gagnamiðlun
    Upplýsinga- og gagnamiðlun - verkleg
    Samþykkt af skóla
    4
    12
    Megináhersla á varðveislu, úrvinnslu og framsetningu gagna og efnis. Lögð er áhersla á textavinnslu í almennum skilningi þar sem merkingarbær heild er ofin úr myndum, hljóði, skrifum og tölum. Nemendur vinna með gagnvirka miðla og kynningarform fyrir skjámiðla en sjónum jafnframt beint að víðtækara sviði sjónrænnar miðlunar, s.s. miðlun upplýsinga í þrívíðu rými (t.d. vegvísun í anddyri fyrirtækis eða framsetning upplýsinga í kennslu, á söfnum og sýningum). Fræðileg nálgun felur í sér fjölmiðlun, gagnasafnsfræði, bókasafnsfræðii, siðferði upplýsingasöfnunar og birtingar og táknfræði umhverfis og rýmis.
    Nemandi þarf að hafa lokið önn A, Grunni að margmiðlun, verklegum og fræðilegum hluta.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum við gerð ferlis- og framkvæmdaáætlunar í upplýsinga- og gagnamiðlun.
    • sérhæfðum aðferðum, vinnuumhverfi og tækjum upplýsinga- og gagnamiðlunar.
    • uppbyggingu gagnasafna, netkerfa og birtingarleiða úr þessum kerfum.
    • aðferðarfræði og álitamálum um varðveislu, uppfærslu og dreifingu stafrænna gagna og hugverka.
    • gæðaferli og staðla í upplýsinga- og gagnamiðlun.
    • samtvinnun ólíkra miðla til öflugrar tjáningar og miðlunar.
    • fylga eigin sannfæringu, sýna frumkvæði og skapandi nálgun við útfærslu verka sinna.
    • leita á skipulegan og sjálfstæðan hátt í gagnasöfnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja og fylgja eftir verkferli á sviði upplýsinga- og gagnamiðlunar frá hugmynd til lokaafurðar.
    • tjáð sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verkferli, hönnunarforsendur og niðurstöður.
    • beita mismunandi samskiptaleiðum í upplýsinga- og gagnamiðlun af öryggi og sýni áræðni við val á viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja verk sín á sviði upplýsinga- og gagnamiðlunar skilmerkilega fram, skiptast á skoðunum við aðra um þau og útskýra hugmyndir sínar og verk í mæltu máli og myndrænt.
    • leysa af hendi verkefni á sviði upplýsinga- og gagnamiðlunar þar sem áhersla er á skapandi hugsun, áræðni og frumkvæði.
    • standa sjálfstætt að kynningu verka sinna og miðlað þar fagurfræðilegum styrk sínum.
    Frammistöðumat, sjálfsmat, stöðugt alhliða námsmat, jafningamat.