Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430858001.66

    Fatahönnun: Saumtækni og sníðagerð
    FATS3SY05
    1
    Fatahönnun
    Fóðruð yfirhöfn og kjóll
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Nemendur læra að teikna snið fyrir fóðraðan jakka (yfirhöfn), sauma prufuflík og fullgerðan jakka. Einnig er saumaður kjóll eftir eigin hugmynd. Lögð er áhersla á persónulega og skapandi hönnun við gerð á jakka og kjól sem felst í hugmyndavinnu, skissugerð, lokateikningu og vinnuskýrslu er sýnir ferli hönnunar frá hugmynd að fullgerðri flík. Nemandur þjálfast í útreikningi á efnismagni og skipulagi við sníðingu á efni, fóðri og flísilíni. Lögð er áhersla á teikningu grunnsniða og þau notuð til að vinna flóknari sniðútfærslur í ½ stærð og yfirfæra í 1/1. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun.
    FATS2SP05, FATS2SB05 og FATS3SS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fóðrun yfirhafna og kjóla
    • saumi á saumtækniatriðum eins og krögum og vösum
    • hvaða hráefni henta í jakka (yfirhafnir)
    • notkun flísilíns í flíkum
    • uppbyggingu grunnsniðs af yfirhöfn með tilheyrandi viðbótarvídd
    • útreikningi á efnismagni samkvæmt sniðum
    • vinnu við útfærslu sniða og saumi á fóðruðum jakka (yfirhöfnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga fyrir hönnunarvinnu á kjól og jakka (yfirhöfn
    • skissa hugmyndir og teikna tískuteikningar og flatar vinnuteikningar
    • útfæra snið í ½ mælikvarða og yfirfæra í raunstærð
    • framkvæma sniðútfærslur á grunnsniði fyrir kjól og jakka
    • gera snið af fóðraðri flík
    • sníða og sauma fóður inn í flík
    • nota flísilín á réttan hátt
    • reikna út efnismagn fyrir flík
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna, teikna og útfæra snið af kjól og utanyfirflík eftir eigin teikningum
    • nýta tölvu við upplýsingaöflun og uppsetningu vinnuskýrslu
    • útfæra snið í ½ stærð og yfirfæra í 1/1 stærð
    • fullgera snið að fóðraðri utanyfirflík
    • gera saumtækniprufur af vösum og krögum
    • sauma fóðraða utanyfirflík á skipulagðan hátt og vanda frágang
    • fullgera snið og sauma kjól á skipalagðan og vandaðan hátt
    Leiðsagnarmat: Við námsmat er horft m.a. til vinnulags og vandvirkni við alla þætti vinnuferlisins. Vinnusemi, skipulag og vilji til sjálfstæðra vinnubragða eru mikilvæg atriði. Öllum verkefnum er skilað til lokamats í lok annar.