Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430864345.73

    Textíll: Mótun
    TEXL3MÓ05
    1
    Textíll
    Þrívíður textíll
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum vinnur nemandinn með hugtökin rými, tvívídd, þrívídd, ljós, skugga og myndbygging auk annarra hugtaka sem tengjast skúlptúrum og þrívíðum verkum. Leitast verður við að tengja aðferðir textíla og þrívíða vinnu og að nemendur skoði hvernig koma má tvívíðum skissum í þrívítt form. Unnið verður með efni, s.s. garn, ullarflóka, vír, léreft, pappír o.fl. Nemandinn heldur utan um skissur, hugmyndir, prufur og þróunarvinnu sína og setur fram með skipulögðum hætti. Auk þess vinnur hann rannsóknarverkefni sem hann kynnir fyrir samnemendum sínum.
    TEXL1TH03, TEIK1LF05 og TEIK1TH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hinum ýmsu aðferðum, sérkennum og einkennum á þrívíðri vinnu og hugsun
    • myndbyggingu og hvaða gildi/þýðingu hún hefur í þrívíðri hugsun/vinnu
    • mismunandi textílþráðum og textílefnum og möguleikum þeirra við gerð tvívíðra og þrívíðra verka
    • ýmsum textílaðferðum s.s. prjóni, hekli, vefnaði, o.s.frv.
    • og geti rökstutt samfélagslegt, menningarlegt og efnahagslegt gildi þrívíðrar textílvinnu og hönnunar
    • þeim áhöldum, vinnutækjum og því vinnuumhverfi sem er við þæfingu og önnur textílefni
    • kunnáttu til að miðla þekkingu á fagsviði sínu á fjölbreytilegan hátt: munnlega, skriflega, verklega.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita skapandi aðferðum, tækni og verklagi til að koma tvívíðri hugmynd yfir í þrívíða hönnun og /eða textílverk
    • nota aðferðir þæfingar eins og þurrþæfingu, blautþæfingu og ýmsar gerðir efna við útfærslu ólíkra þrívíðra verka
    • vinna flík í ½ stærð frá tvívíðri teikningu yfir í þrívítt form
    • gera tilraunir með þrívíð form og geti beitt mismunandi aðferðum og tækni til þess
    • beita aðferðum rannsóknarvinnu sem nýtist í hugmyndavinnu, framsetningu verkefna og skipulagningu á verkferli og útfærslu verka sinna
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verk og annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna áræðni og frumkvæði við útfærslu í þrívíðri vinnu
    • gera sér grein fyrir og skilja mikilvægi þrívíðrar hugsunar og hönnunar í samfélaginu og geti leyst af hendi að vinna þrívíð verk
    • nýta sér ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við þróun hugmynda, skissuvinnu og vinnu að verkefnum sínum
    • vera fær um að greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af nokkurri þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • fjalla um og rökstyðja verk sín m.t.t. efnisnotkunar, tækni og framsetningar og geti sett það/þau í menningarlegt og samfélagslegt samhengi
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í vinnu sinni og beiti viðeigandi aðferðum við útfærslu verka með tilliti til hugmynda/r
    • gera sér grein fyrir hagnýtingu á menntun sinni í þrívíðri textílhönnun og fagurfræðilegu gildi slíkrar menntunar
    Áfanginn er próflaus símatsáfangi þar sem öll vinna nemenda er metin. Nemendur skila ljósmyndum af verkum sínum, öllum skissum, minnispunktum, tilraunum, prufum, sniðum og hugmyndavinnu í möppu. Allur frágangur á möppu og verkum er metinn til einkunnar.