Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430904811.33

    Efnafræði
    EFNA2GR03(FB)
    38
    efnafræði
    Grunnáfangi í efnafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    FB
    Saga efnafræðinnar, þróun atómkenningar, aðferðafræði raunvísinda, atóm, sameindir, frumefni, efnasambönd, efnablöndur, efnahvörf, bruni, rafgreining, ástand efna, ástandsbreytingar, lausnir, lotukerfið, sætistala, róteindir, rafeindir, atómmassi, málmar og málmleysingjar, rafeindaskipan, áttureglan, jónir, formúlur efna, heiti efna, efnajöfnur og stilling þeirra, sýrustig, lífræn efni, helstu flokkar lífrænna efna, bruni lífrænna efna, þrávirk lífræn efni, lofthjúpur jarðar, mengun, aukin gróðurhúsaáhrif, auðlindir jarðar, ferskvatn, súrt regn, sýrustig sjávar, málmar, neysla, hagvöxtur, vistspor, sjálfbærni. Leitast er við að tengja sum viðfangsefni áfangans við sjálfbærni, heilbrigði og velferð.
    Læsi, færni til að tjá sig í rituðu máli, færni til að taka ábyrgð á námi í framhaldsskóla.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppruna og sögu efnafræðinnar
    • aðferðafræði raunvísinda
    • uppbyggingu atóma, sameinda og jóna
    • flokkun efna í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
    • uppbyggingu lotukerfisins og hvaða upplýsingar má lesa úr því
    • formúlum og heitum einfaldra efna
    • efnahvörfum og efnajöfnum
    • megineinkennum lífrænna efna
    • auðlindum jarðar og nýtingu þeirra
    • helstu mengunarvandamálum mannkyns og sjálfbærni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli vísindalegra kenninga og óvísindalegra
    • lesa upplýsingar út úr lotukerfinu
    • útskýra uppbyggingu atóma, sameinda og jóna
    • flokka efni í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
    • túlka efnajöfnur, stilla þær og setja í samhengi við efnahvörf
    • þekkja lífræn efni og mikilvægi þeirra
    • útskýra mengunarvandamál jarðarbúa og hvað er til ráða
    • gera einfaldar tilraunir og setja fram niðurstöður og ályktanir
    • leita upplýsinga á netinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mikilvægi efnafræðiþekkingar í nútímasamfélagi
    • rökræða álitamál er varða mengun, loftslagsmál og nýtingu náttúruauðlinda og setja í samhengi við heilbrigði og velferð
    • átta sig á mikilvægi sjálfbærni
    • átta sig á afleiðingum endalauss hagvaxtar
    Verkefni, tilraunaskýrslur og próf sem taka mið af ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.