Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430913778.69

    Textíll: Vefnaður
    TEXL3VF05
    2
    Textíll
    Vefnaður, bindifræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum lærir nemandinn að vinna með mismunandi gerðir vefstóla og einnig myndvefnaðarramma. Hann lærir að setja upp vef í ramma og tekur virkan þátt í uppsetningu á vef í vefstól og kynnir sér uppbyggingu hans sem tækis til vefnaðar og hvernig uppistaðan binst ívafinu á margbreytilegan hátt. Nemandinn lærir að þekkja muninn á band-, þráðar- og jafnþráðaáferð í vefnaði, kynnist þessum þrem áferðum og lærir að þekkja muninn á þeim. Áhersla lögð á m.a. einskeftu, vaðmál, rósabandavefnað, pokavoð og íslenskan glitvefnað. Miðað er við að notuð séu fjögur til fimm sköft og fjögur til sex skammel. Nemendur tileinki sér notkun fagorða, fái þjálfun og tilfinningu fyrir því hvaða textíltrefjar henta hverjum vef. Lögð er áhersla á að nemendur fái góða innsýn í bindifræði og haldi vinnumöppu allan áfangann.
    TEXL1TH03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi vefnaðar í lífinu almennt og menningarlegu gildi hans, sérkennum og sögu
    • mismunandi tækjum og tólum sem tilheyra vefnaði og kynnist fagtungumáli og þeim hugtökum sem notuð eru í vefnaði
    • frumbindingum í vef, þ.e. einskeftu, vaðmáli og ormeldúk
    • íslenskum glitvefnaði og munsturgerð fyrir hann
    • hinum mismunandi þráðum sem notaðir eru í vefnaði, s.s. endurnýtanlegt efni, ullarband, bómull og hör og þekki stigtölur/lotunúmer mismunandi vefjarefna
    • því bindifræðiforriti sem notað er í vefnaði áfangans
    • mismunandi inndráttarmunstrum og uppbindingum fyrir t.d. einskeftu og vaðmál, rósaband, salúnvefnað og litafléttur í einskeftu og vaðmáli og hvaða þýðingu þau hafa
    • muninum á uppbindimunstrum og stigmunstrum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út í slöngu með mismunandi vefjarefnum fyrir einfaldar bindingar
    • beita bindifræðiforriti fyrir vefnað á sjálfstæðan og skapandi hátt
    • rekja í slöngu
    • þræða í forskeið og reikna út í hana
    • rifja í vefstól og setja upp vef í vefstól í samvinnu við nemendur og kennara
    • spóla mismunandi vefjarefni á garnvindu, dokkuvindu og spólurokk
    • vefa einfaldar prufur í band-, þráðar- og jafnþráðaáferð
    • beita líkamanum á réttan hátt við vinnu sína og verklag í vefnaði
    • beita skapandi aðferðum í vefnaði, t.d. með lita- og efnisnotkun
    • hanna munstur fyrir íslenskan glitvefnað og rósabandavefnað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér mismunandi aðferðir og verkkunnáttu í vefnaði og bindifræði
    • öðlast nokkurt sjálfstraust í útfærslu og túlkun hugmynda og verkefna undir leiðsögn kennara
    • vera fær um að taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra í vefnaði, geti ígrundað og rökstutt lita- og efnisval sitt bæði í verklegum og tæknilegum útfærslum í bindifræði og vefnaði
    • gera sér grein fyrir styrk sínum og nýti sér hann að nokkru leyti í verkefnavali undir leiðsögn kennara
    Símatsáfangi þar sem öll vinna nemandans í vefnaði á önninni er metin. Við námsmat er horft m.a. til vinnulags og vandvirkni við alla þætti vinnuferlisins. Vinnusemi, skipulag og vilji til sjálfstæðra vinnubragða eru mikilvæg atriði. Öllum verkefnum, ásamt vinnumöppu í bindifræði, er skilað til lokamats í lok annar.