Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430917274.22

    Félagsfræði
    FÉLA2KR05(FB)
    54
    félagsfræði
    kenningar og rannsóknaraðferðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Í áfanganum verður farið yfir helstu kenningar innan félagsfræðinnar svo nemendur öðlist dýpri skilning á þeim og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu. Farið verður yfir helstu frumkvöðla og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Einnig verður farið yfir hugtök eins og tilgáta, kenning og póstmódernismi.
    FÉLV1SF06
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kenningum innan félagsfræðinnar: samvirkni-, átaka-, og samskiptakenningmu
    • helstu frumkvöðlum innan félagsfræðinnar
    • megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
    • helstu hugtökum félagsfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita félagsfræðikenningum á mismunandi viðfangsefni samfélagsins
    • beita aðferðum félagsfræðinnar
    • fjalla um og bera saman kenningar
    • tengja saman rannsóknarniðurstöður og kenningar
    • beita félagsfræðilegu innsæi
    • beita hugtökum á mismunandi viðfangsefni
    • taka fræðilega afstöðu til samfélagslegra álitamála
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita félagsfræðilegum kenningum á tiltekna þætti samfélagsins
    • kynna sér tiltekið félagsfræðilegt rannsóknarefni
    • geta lagt mat á rannsóknir í félagsvísindum
    • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við mismunandi aðstæður og á mismunandi rannsóknarefni
    • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt
    Þekkingin er metin með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningi eigin texta, skilningi á lesnum texta og jafningjamati. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara, hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna og sjálfsmati nemenda.