Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430919093.55

    Hreyfifræði, aflfræði og orka
    EÐLI2AO05
    41
    eðlisfræði
    aflfræði, hreyfifræði, kraftur, orka
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    SI-einingakerfið, markverðir stafir, óvissur í mælistærðum, meðferð óvissu, flatarmál, rúmmál og eðlismassi. Hraði og hröðun, staðsetning í hnitakerfi og færsla, hreyfijöfnur, hreyfing í einni vídd, þyngdarhröðun og fall í þyngdarsviði. Hraði og ferð, vektorframsetning. Kraftar og þrjú lögmál Newtons, samlagning krafta, togkraftur í bandi, þyngdarkrafturinn, dregið undir horni. Núningskraftar, heildarkraftur og kraftar á skáfleti, þverkraftur. Tengsl krafta og vinnu og vinnu og orku, stöðu- og hreyfiorka og ýmis dæmi þar um. Orkulögmálið og orkutap vegna núnings, afl og afköst véla. Skriðþungi og árekstrar, varðveislulögmál í árekstrum, fjaðrandi og ófjaðrandi árekstrar, orkubreytingar í árekstrum. Atlag krafts og innri og ytri kraftar. Þrýstingur, skilgreining hans, þrýstingur í vökvum og uppdrifskraftur, lögmál Arkimedesar. Loftþrýstingur og breyting hans með hæð, flotjafnvægi, rennslisjöfnur.
    EÐLI2EU03 og 10 fein í stærðfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu reglum um markverða stafi og óvissu í mælingum.
    • gera sér grein fyrir óvissu í tilraunum og hvernig þær koma fram.
    • hreyfijöfnum og hvenær þær gilda
    • lögmálum Newtons og skilja við hvaða tilvik þau eiga
    • áhrifum núnings á hreyfingu og orku
    • stöðu-, hreyfi- og núningsorku og vita hvernig uppruni þeirra er
    • skriðþungalögmálinu og vita forsendur þess
    • muninum á fjaðrandi og ófjaðrandi árekstri
    • lögmálinu um uppdrifskraft í vökvum
    • hagnýtingu lyftikraftsins
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með jöfnur áfangans
    • leysa ákveðinn fjölda verkefna á tilteknum tíma
    • vinna með tilraunaupppsetningu og úrvinnslu mælinga
    • sjá fyrir sér hvaða lögmál er að verki í tilteknu verkefni og sjá verkefnið myndrænt fyrir sér
    • vinna með talnaútreikninga, einingar og vanda framsetningu verkefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér áður áunna þekkingu úr reikningi við lausn verkefna
    • greina á milli hvaða kraftar eru að verki í tilteknu verkefni
    • álykta um hvaða þættir séu að verki við ákveðnar aðstæður
    • setja upp verkefni og bæði greina það og leysa
    • útskýra meginþætti verkefnis fyrir öðrum og hvernig eigi að leysa það
    • tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf
    • sjá mikilvægi eðlisfræðinnar fyrir vísindalega hugsun og sem undirbúning undir frekara nám
    Námsmat er fjölbreytt og tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum með skilaverkefnum, tilraunum og verkefnum úr þeim. Annarpróf og lokapróf. Einnig er ástundun og virkni nemenda í tímum metin til einkunnar. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og virkni í tímum og að nemendur undirbúi sig fyrir tíma.