Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430919651.16

    Snúningur, sveiflur og bylgjur
    EÐLI3VK05(FB)
    41
    eðlisfræði
    Varmafræði, hringhreyfing, kasthreyfing, snúningur, sveifluhreyfing og bylgjur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Hreyfing sameinda í gasi, gasjafnan, hraðadreifing sameinda og meðalhraði. Varmafræði, bráðnun, hitun og uppgufun, varmaskipti, bræðslu- og suðumark, hitakvarðar, alkul. Hreyfijöfnur fyrir skákast, kastlengd og lendingarhraði. Hringhreyfing, hornhraði og hröðun í hringhreyfingu, útleiðsla með diffrun,vektorframsetning. Snúningur stinnra hluta, hverfitregða og kraftvægi, hverfiþungi og varðveisla hans, snúningsorka og samanburður við hreyfiorku. Sveifluhreyfing, miðlægur kraftur, pendúlsveifla og sveifla vagns í gormi, útslag og sveiflutími, dempaðar sveiflur. Bylgjuhreyfing, tíðni, hraði og bylgjulengd, hreyfing efnisagna. Þverbylgjur og langbylgjur, hljóðbylgjur og vatnsbylgjur. Endurkast og samlagning bylgna, staðbylgjur á streng og í loftsúlu, hagnýting þeirra í hljóðfærum. Heyrnin og hljóð, desíbelkvarðinn, skyn- og hljóðstyrkur. Ljósið sem bylgja, bylgjulengd og litrófið, raufagler og samliðun ljósbylgna, hraði, tíðni og orka.
    EÐLI2AO05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu atriðum úr varmafræði
    • hvaða lögmál gilda um hreyfingu í plani
    • hvað greinir á milli hringhreyfingar og línulegrar hreyfingar
    • helstu lögmálum sem gilda um snúningshreyfingu
    • lögmálinu um hverfiþunga og gera sér grein fyrir mikilvægi þess
    • pendúlsveiflu og miðlægum krafti
    • grunnhugtökum bylgjuhreyfingar
    • hvernig staðbylgjur eru hagnýttar t.d. í hljóðfærum
    • samliðun ljósbylgna og hvernig litrófið kemur fram
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með jöfnur og lögmál áfangans
    • leysa ákveðinn fjölda verkefna á tilteknum tíma
    • vinna við framkvæmd tilrauna og við úrvinnslu mælinga, meta óvissur og geta reiknað með óvissu í tilraunum
    • meta hvort niðurstaða verkefnis sé raunhæf eða ekki
    • sjá fyrir sér hvaða lögmál er að verki í tilteknu verkefni
    • leiða út viss lögmál áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér áður áunna þekkingu úr stærðfræði
    • álykta um hvaða lögmál séu að verki við ákveðnar aðstæður
    • setja upp verkefni og bæði greina það og leysa
    • geta útskýrt meginþætti verkefnis fyrir öðrum og hvernig eigi að leysa það
    • sjá hvernig viss efnisatriði eru nátengd öðrum, t.d. sveiflu- og bylgjuhreyfing, hreyfing sameinda og orka
    • tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt
    • lesa og skilja texta vísindalegs eðlis sem gerir töluverðar kröfur um skilning
    • skilja mikilvægi eðlisfræðinnar fyrir vísindalega hugsun og sem undirbúning undir frekara nám í raungreinum
    Námsmat er fjölbreytt og tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum með skilaverkefnum, tilraunum og verkefnum úr þeim. Annarpróf og lokapróf. Einnig er ástundun og virkni nemenda í tímum metin til einkunnar. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og virkni í tímum og að nemendur undirbúi sig fyrir tíma.