Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430920137.99

    Ljósfræði, rafmagns- og segulfræði.
    EÐLI3LR05(FB)
    39
    eðlisfræði
    Ljósgeislafræði, rafhleðslur, rafkraftar og rásafræði, segulsvið og segulkraftar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Ljósgeislafræði og geislagangur í linsum, linsujafnan, raunmynd og sýndarmynd, linsukerfi, sýndardýpi og ljósbrot, lögmál Snell´s. Rafhleðslur og uppruni þeirra, leiðarar og einangrarar, rafkraftar og rafsvið, Coulombs- og Gausslögmál, rafflæði og rafsvið umhverfis samhverfa hleðsludreifingu, þéttar og afhleðsla gegnum viðnám, rafstraumur og einfaldar rafrásir. Segulsvið og uppruni þess, segulsvið jarðar, segulkraftar og stefna þeirra, segulflæði og spanlögmálið, norðurljósin. Rafmagnsmótorinn og framleiðsla raforku í virkjunum, spennubreytar og hagnýting þeirra.
    EÐLI3VK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum í rafmagns- og segulfræði
    • hagnýtingu þeirra í mikilvægum tilvikum
    • mikilvægum tilraunum og uppgötvunum í vísindasögunni
    • hvernig grunneindir efnisins voru uppgötvaðar
    • uppruna raf- og segulsviða
    • segulsviði jarðar og mikilvægi þess fyrir jörðina
    • spennugjöfum og hröðun hlaðinna agna
    • raf- og segulkröftum og mikilvægi þeirra í heimi atóma og öreinda
    • spanlögmálinu og hagnýtingu þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með jöfnur og lögmál áfangans
    • leysa ákveðinn fjölda verkefna á tilteknum tíma
    • tengja saman einfaldar rásir og mæla strauma og spennur, vinna sjálfstætt við framkvæmd tilrauna
    • finna stefnur raf- og segulkrafta og segulsviðs frá mörgum straumleiðurum
    • vinna með vigra
    • sjá fyrir sér hvaða lögmál er að verki í tilteknu verkefni
    • tengja saman lögmál og leiða með því út nýtt samband
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér áður áunna þekkingu úr stærðfræði til að skilja lögmálin sem við sögu koma
    • dýpka eðlisfræðilega þekkingu og hugsun sína
    • setja upp verkefni og bæði greina það og leysa
    • tengja námsefnið við mikilvægar tilraunir öreindahröðlum
    • skilja hvernig aðalatriði áfangans eru nátengd hvert öðru, þ.e. raf- og segulsvið, rafflæði og segulflæði
    • skila gröf og teikningar í samhengi við mikilvæg lögmál
    • lesa og skilja texta vísindalegs eðlis þar sem lögmál eru sett fram bæði myndrænt og stærðfræðilega
    Námsmat er fjölbreytt og tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum með skilaverkefnum, tilraunum og verkefnum úr þeim. Annarpróf og lokapróf. Einnig er ástundun og virkni nemenda í tímum metin til einkunnar. Áhersla er á verkefnavinnu, bæði einstaklings og hópa.